Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 20
160 LJÓSBERINN mikið að þess háttar. Hann varpaði önd- inni mæðilega: »Að maður skuli nú líka þurfa að skrifa bréf í sumarleyfinu! Það er sveimér andstyggilegt, hér um bil eins og að skrifa stíla«. Bréfið varð stutt og laggott: »Kæra Elsa, það er gott, að frétta að þér líður vel og að þú ríður á stórum hesti, ég vildi óska að það væri ég? Ég hefi bara rifið einn, af kjólunum þínum. Þú setur engin merki í bréfið þitt, það er hirðuleysi, segir hr. Petersen í dönsku. Það er and- styggilegt, að skrifa, komdu endilega á laugardaginn. Þinn einlægur bróðir Stígur. Eftirskrift. Þú getur bara þorað að labba, í hvítu tennisfötunum mínum, ef Gréta hefir lát- ið þig fá þau. Þú getur sjálf verið sóði« »Nú brjótum við það saman«, sagði Stíg- ur við sjálfan sig, »og fáum frímerki hjá Júllu frænku, og svo skrifum við utan á það, en það er það allra versta — nei, það getur frænka gert«, sagði hann, þegar hann var búinn að rífa sundur þrjú um- slög af þeim fáu, sem hann átti. Það er svo voða erfitt að skrifa beint, og það er svo smábarnalegt að strika utan á bréfið*. Þegar hann hafði afráðið þetta, hljóp hann inn með bréfið, lét skrifa utan á það og fékk frímerki og þaut síðan ofan stig- ann og hljóp þvert yfir torgið, en þar hafði hann séð póstkassa. Hann furðaði sig á því, að fólkið á torginu sneri sér og horfði á eftir honum, en hann hafði enga hug- mynd um hvers vegna, fyrr en hann kom heim aftur og mætti etatsráðsfrúnni á út- leið í portinu, »Ég hljóp með bréfið yfir í póstkassann, frænka!« »En góða barn, þú ert berhöfðuð!« »Ég set aldrei upp hatt, þó að ég hlaupi með bréf í póstkassann«. »Nei, heyrðu, veiztu nú hvað, Elsa«, Stlgur hljðp yfir torgið að póstkassanum. sagði etatsráðsfrúin, »þú fæi'ð mig ekki til að trúa því, að Emma frænka þín láti bróðurdætur sínar hlaupa berhöfðaðar út á götu, það væri líka óteœmtilegth »Jæja, ég gelymdi því bara«, svaraði Stígur hálf-sneyptur, »en það gerir ekki neitt hérna, Júlía frænka, því að hér þekk- ir enginn mig«. »En fólk þekkir mig ög þá, sem búa í mínu húsi«, svaraði etatsráðsfrúin hátíð- lega, »og þú verður að lofa mér því ábyggi- lega að muna héðan af, bæði hver þú ert, og hver ég er«. Stígur hugsaði með sér, að hið fyrra gæti nú orðið nógu erfitt, en lofaði þó að gera sitt bezta. I sama bili komu þau Páll og Dóra hlaup- andi ofan stigann. »Nú áttu aftur að velja, Elsa«, kallaði Páll, »viltu fara með mömmu og Dóru út í bæ og borða köku í fínni kökubúð, eða

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.