Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 23
LJÖSBERINN 163 Brófið. Sólin -skein hlýlega inn um gluggann hjá frú Herne, sem sat og saumaði með vélinni. Hún var ekkja. og átti tvö börn, sem auð- vitað þurftu að fá mat dag hvern., og þess- vegna reyndi hún með iðni sinni að afla peninga til þess. En hún hafði ekki látið hugfallast, og á meðan vélin suðaði, hljóm- uðu hennar glöðu söngvar: »Ég á trúfast- an föður, sem að eilífu elskar mig«. Þá var drepið á dyr og fyrir utan s,tóð húseigandinn, hr. Lindberg. Hann sagði kurteislega: »Góðan daginn, frú Herne«. Því næst' bætti hann við: »Eg ætla aðeins að segja yður, að ég verð að fá húsaleiguna greidda á laugardag, annars mun önnur fjölskylda fá íbúðina«. Og svo fór hann aftur. Hversu mjög leiddist frú Herne þetta þó! Kjarklaus hné hún niður og grét um leið og hún tjáði hinum himneska föður, sem aldrei hafði látið hjá líða, að hjálpa henni, neyð sína. Litlu. seinna heyrðust fóta- tök úti á tröppunum, það voru Rósa og Hjálmar, sem komu heim. Hún þurrkaði í flýti tárin af sér, svo að þau skyldu ekki sjá hversu hrygg hún var. En það leið ekki á löngu, þar til Hjálmar litli spurði móður sína, hvers vegna hún væri sorg- bitin, og svo fékk hann að vita dálítið um, að þau skorti peninga til að borga húsa- leiguna með. Þetta kvöld lá Hjálmar lengi andvaka í rúminu sínu. ö, hversu hann óskaði, að hann væri orðinn s,tór og gæti unnið fyr- ir móður sinni! Hún skyldi þá fá alla þá peninga, sem hann ynni sér inn, því að hann hafði lofað föður sínum, áður en hann dó, að vera góður við móður sína. Á meðan Hjálmar lá þannig og velti þessu fyrir sér, fékk hann þá hugmynd, að hann skyldi daginn eftir fara til frænda síns, og tala við hann um ástandið. »Hvað það er þó erfitt með alla þessa fátækt«, sagði frændinn, þegar hann sagði konunni sinni, að Hjálmar hefði sagt, að móöir hans og þau systkinin yrðu að flytja úr íbúðinni, ef þau gætu ekki greitt húsa- leiguna á laugardag. »Já, ef við bara hefðum nokkur fjárráð til þess að hjálpa þeim«, andvarpaði hann. »Eg hefi talað við hr. Lindberg, en hann vill ekki gefa frest. Nú ætla ég að reyna að skrifa nokkrum mönnum, sem ég þekki, og vita hvort þeir vilja hjálpa«. Og það gerði hann. Á föstudaginn kom Hjálmar litli aftur til að frétta, hvort svar hefði komið við bréfinu; en frændi hristi höfuðið og sagði: »Við verðum að bíða dálítið enn þá og vona, að góður Guð hjálpi. Eg kem að tala við móður þína á morgun«. Hjálmar hélt aftur heim á leið og á meðan hugsaði h,ann: »Það er ekki auð- velt fyrir Guð að svara fljótt. Hann hef- ir svo margt að annast«. Hjálmar hélt nefnilega, að frændi hans hefði skrifað til hins góða Guðs. Um leið og hann nú gekk fram hjá póst- húsinu, fékk hann löngun til að líta þar inn og heyra hvort þar myndi ekki vera bréf, þrátt fyrir allt, Það gat víst hent sig, að góður Guð hefði skrifað nafn móð- ur hans utan á það. Litlu síðar stóð hann inni, fyrir framan hátt borð með grind- um, en bak við það sat gráhærður mað- íur, og Hjálmar ávarpaði hann með þess- um orðum: »Hefir ekki komið bréf með peningum í til mömmu?« Póstmeistarinn var í þann veginn að gefa honum önugt afsvar; en þegar hann virti Hjálmar nánar fyrir sér, varð hann viðkvæmur í lund og spurði vingjarnlega: »Hvað heitir móðir þí,n?« »Frú Sara Herne, og við búum í Torg- götu 5. Bréfið átti að vera frá föður vor- um á himnum, og mamma átti að nota peningana fyrir húsaleigunni«. Póstmeistarinn var að því kominn að reka upp skellihlátur; en hanr, fékk sig

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.