Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 27
L JÓSBERINN 167 Grána. Réttardagurinn var runninn upp. Börn- in í Stöð sátu framan á húskampinum og fcöluðust við. EUi: »Hvert okkar fær nú að smala á honum Grána gamla«. Lalli (tveggja ára): »E fæ ha«. Dára: »Nei, nei, þú færð ekki að fara«. Elli: »Pabbi fer líklega á honum. Hann er svo brjóstveikur«. Dóra: »Við getum smalað gangandi. Við erum svo frísk, hér um bil eins og Snati«. Nú kom pabbi þeirra út og sagði: »Nú förum við að smala. Pú getur smalað Holt- in á honum Grána, Dóira. Ég fer í Hlíð- ina, en þú í Fellið, Elli minn«. Lalli: »En e?« Pabbi: »Þú verður að vera heima hjá mömmu. Þú kemur niður að rétt til að hjjálpa okkur að reka féð inn«. Lalli: »E get ekki farið einn«. »Mamma kemur með Lalla sínum«, sagði pabbi. Iulli hljóp upp um hálsinn á pabba sínum og kyssti hann. Nú fóru þau að smala og eftir tvo tíma voru þau, komin í réttina. Pabbi þeirra fór nú að skynja féð og sagði, að það vant- aði tvær kindur, hana Kápu með gráu gimbrina og hana Grýlu með hvítum hrút. Pabbi: »Eg held ég megi til með að biðja ykkur að leita að þeim. Grýla er líklega í Holtunum, en Kápa í Hlíðinni«. Eíli og Dára: »Já, já«. Þau féru bæði gangandi og eftir nokkra stund kom Dóra másandi og blásandi með Grýlu og hrútinn. Hún fann þau liggjandi í stóra rofinu. Kl. 6 eða fjórum tímum seinna kom Elli með skyrtuna upp úr bux- unum, sokkana um hælana og Kápu og gimbrina á undan sér. }Þú ert nú búinn að hafa mikið fyrir kindunum, Elli minn«, sagði pabbi hans, þegar þeir voru búnir að koma þeim inn í kofa. Ég held ég verði nú að gefa þér Gránu litlu í staðinn. Því verður ekki með orðum lýst, hvað Elli varð glaður. Hann hljóp upp um háls- inn á pabba sínum og kyssti hann marga kossa. Arnór Sigurjónssork Þriðja bæn í »Faðir-vor«. Þriðja bænin í »faðir vor« var lesin í kristindómstíma og skýrð um leið. »Hvað biðjum við um í þessari bæn?« spurði kennslukonan. Börnin svöruðu: »Við biðjum um, að mennirnir hérna niðri á jörðinni megi gera vilja Guðs, eins og englarnir gera hann á himni«. Það var vel svarað. »En hvers vegna gera englarnir vilja Guðs«, spurði þá kennslukonan aftur. Þá fékk hún mörg svör, sem Öll voru rétt. »Þeir gera samétundis það, sem Guð beiðist«,, sagði eitt barnanna. »Þeir gera það allt af«, svaraði annað. »Já, og svo gera þeir það með gleðh, svar- aði hið þriðja. Svo námu þau staðar um stund. »Jæja, eru fleiri svör?« spurði kennslu- konan. Þá stóð lítil telpa upp og sagði: »Þegar englarnir gera vilja Guðs, þá spyrja þeir ekki, hvers vegna þeir eigi að gera hann. Það var, ef til vill, bezta svarið. Vetrarstarf K. F. U. M. er nú að h.efjast, með byrjun októbermánaðar. Hafa allar starfsdeildir félagsins haldið fyrstu fundi sina: Vinadeild, Yngsta-deild, Unglinga- deild og Aðal-deildin. Kvöldskólinn er byrjaður og sunnudagaskðlinn. Og alstaðar virðist ætla að verðai góðar heimtur. Ljósborinn vill minna sína lesendur á þetta. Það eru alvörutímar. Og þá er svo gott að leita til K. F. U. M. og fá þar veganesti. Munið að tilkynna bústaðaskifti. Útbreiðið Ljósberann.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.