Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 8
176 LJÖSBERINÍ hér verður látið fara vel um þig, — er það eltki systir«. »Það skal verða gert, doktor«, sagði gamla nunnan. »0g hérna í stofunni er önnur lítil og dugleg stúlka, sem við gel- um fært nær Dídí á morgun. Það verður skemmtiiegt, — heldurðu það ekki Dídí?« Dídí skildi ekki vel, það sem nunnan sagði, því að hún sagði það á þessu sama hrognamáli, — en hana rámaði þó í mein- inguna. Og við verðum nú héðan af að segja það á hreinni íslenzku, sem nunnan kann að segja fleira í þessari sögu. Þaö fer betur á því. Læknirinn tók nú í hendina á Dídí og kvaddi hana. »Get ég nokkuð látið gera fyrir þig?« spurði hann. »ö-já, — ef það er ekki mikið ómak, -- þá langar mig til að láta hann Guðjón á Vísis-afgreiðslunni vita, að þetta er allí í lagi, — og biðja hann að fyrirgefa, að ég gat ekki borið út blaðið. »Fyrirgefa þér? Hann á eftir að biðja þig fyrirgefningar á því, að hann var að þeyta þér þennan útúrkrók, — hann sagði mér það sjálfur í símanum áðan, að þú hefðir skroppið fyrir sig með blaðastranga í Herkastalann, og líklega orðið fyrir óhappinu í þeim erindum. En það er áreið- anlegt að honum líður ekki vel út af þessu, manngarminum, því að hann var svo ákaf- ur, að ég held helzt að hann hafi viljað múta mér til þess að gera á þér eitthVert kráftaverk. En ég er búinn að segja hon- um hvernig þér Iíður.. Og vertu nú sæl, Dídí litla. Systurnar verða góðar við þig. Og ef þú finnur mikið til í nótt, skaltu hringja bjöllunni þarna. Þú færð þá eitt- hvað sem dregur úr sársaukanum«. Að svo mæltu snerist læknirinn á hæli og skálmaði út úr stofunni. »Vesalingurinn hann Guðjón. Alll af er hann eins. Og nú heldur hann að þetta sé sér að kenna! — og getur líklega ekki sofið í nótt«. Rétt í þessu konx unga nunnan inn með hressingu handa Dídí. En nú var Dídí svo þreytt og syfjuð, að hún dreypti aðeins á því, sem nunnan færði henni — og stein- sofnaði. Nunnan stóð stundarkorn og horfði á litlu stúlkuna í rúminu. Síðan gerði hún krossmark á brjóst hennar og enni, dróg síðan tjaldið fyrir rúmið og gekk hljóð- lega út. Framh. Öruggasta skjólið. Einu sinni geysaði eldur á gresjunum miklu í Amei'íku og brunnu þá hús margra, sem nýlega höfðu tekið sér þar bólfestu. Þegar eldinum slotaði brugðu éinhverj- ir sér út að brunasvæðinu, til að vita, hvort þar væri nokkuð að finna, sem bjarga mætti. Þeir riðu þá fram. hjá húsi, sem var brunnið niður að grunni. En skammt fxá húsinu sáu þeir eitthvað liggja á. vellin- um, sem líktist hænu. Reið þá einn þeirra þar að til að sjá, hvað þetta væri. Og það stóo heima, þetta var hæna, kolbrunnin á höfði og á baki. en vængirnir voru útbreiddir eins og hún væri að skýla einhverju ineð þeim. Þá ýtti einhver þeirra við hænunni með svipunni sinni; hlupu þá jafnskjótt franx þrír ungar. Þeir höfðu fengið öruggt skjó! undir verndarvængjum móður sinnar, með- an eldurinn geysaði kringum þá. Móðirin hafði fórnað lífi sínu til að bjarga þeim. Jesus sagði: »Hversu oft vildi ég ekki safna sgman börnum þínuin eins og þeg- ar hænan safnar ungum sínum undir vængi sér. Og þér vilduð það ekki«. Uiiffu leseudur! Stjrklö blaðið .ykkur «g litTCg-fð því njja kaupeiirtur!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.