Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 10
178 LJÖSBERINN sem treysta Guði og biðja hann um hjálp. Hafið þið ekki heyrt eða lesið um Davíð Livingstone. Hann er frægur um allan heim, fyrir það að hann fyrstur allra manna, þorði að leggja inn í hin ókunnu lönd í Afríku, til þess að boða vesalings svertingjunum þar kristna tru. En þá voru svertingjarnir þar alveg siðlausir. Peir voru mannætur og nálega eins hættuleg- ir hvítum mönnum og villidýrin. En Davíð Livingstone lét það ekki á sig fá. Hann ferðaðist árum saman óhræddur á meðal þeirra. Hann hugsaði sem svo, að það væri vilji Guðs að hann kenndi þessum vesaling- um að þekkja Guð, og gerði sitt til að hjálpa þeim til að verða að mönnum. Og ör því svo væri myndi Guð sannarlega vernda hann. Ogl Guð verndaði hann. Guð lét hann vinna sér svo ást þessara manna að þegar hann að síðustu dó langt, langt inn í óbyggðum Afríku þá báru þeir'lík hans daga, já vikur og mánuði, til sjávar, svo að það fengi hvíld í ættlandi hans. Nema hjartað. Það grófu þeir í Afríku — til minja um ást hans til þeirra og hvern- ig hann hefði fórnað lífi sínu fyrir þá. Enn ætla ég að segja ykkur eina sögu um hvernig þeir sem eiga Guð að, þurfa ekkert að óttast — ekki einu sinni dáuð- ann. Hún er einmitt tekin úr bók biskups- ins, sem ég nefndi áðan. Það var á sunnu- degi í Osló. Börnin höfðu verið í sunnu- dagaskóla og voru nú á heimleið í hóp eftir götunni. Þau gengu auðvitað gang- stéttina og eins og þeirra er vandi, þá leiddust margar stúlkurnar og sumar raul- uðu versið, sem þær höfðu seinast sungið í skólanum, sem var á þessa leið: »Enginn þarf að óttast minna en Guðs börnin smá«. Þá kom dálítið sem var alveg voðalegt. Það kom bifreið á fleygiferð og bifreiða- stjórinn var fullur. — Ér það ekki hræði- legt að nokkur skuli drekka sig fullan — munið það drengir — lofið því að drekka ykkur aldrei fulla, Iielztí að smakka aldrei áfengi. En þegar bíllinn fór hjá börnunum tók hann á sig beygju og rann upp á gang- stéttina. Þar safnaðist nú um hann múg- ur og margmenni. Tvö börnin höföu fól- brotnað, sum höfðu fcngið minnit skráveif- ur, en Sunnifa, elzta stúlkan, hafði ícnl undir hjólinu, og bíllinn farið yfir hana. Þegar hún var dregin undan kom í Ijós að það var úti um liana. Ennþá var þó líf með henni, og einn kennarinn tók hana í fang sér, og bar hana inn í hús hinumegin við götuna. Þar lagði hann hana upp á borð, setti kodda undir höfuðið á henni og þurrkaði fram- an úr henni blóðið. Þarna lá nú Sunnifa Iitla, hún grét ekki eða barmaði sér, lá bara grafkyrr með lokuð augu og dróg þungt andann. Svo lauk hún upp augunum, og sagði við kennarann sem stóð þarna grátandi hjá henni. »Skilaðu kveðju til pabba og mömmu og systkina minna og segðu þeim, að ég geti ekki komið heim til að borða í dag. en að þau megi ekki gráta mín vegna. því mér líður vel, ég veit hvert ég á að fara«. Hún lokaði augunum og lá andar- tak grafkyrr. Svo lyfti hún litlu hönd- unum með spenntum greipum inóti himni. og þau heyrðu að hún hvíslaði: »Kæri Jesú, nú verður þú að hjálpa mér, nú verður þú að hjálpa mér, nú verður þú — að hjálpa — mér — inn — í — him- ininn til þín — kæri Jesú —« hendurnar féllu máttlausar niður. Sunnifa litla var dáin. Nú ætla ég ekki að segja ykkur fleiri sögur. En ég ætla aðeins‘síðasl að minna ykkur á, að Guð almattugur getur ekki aðeins verndað okkur frá öllu. Hann getur líka hjálpað okkur til alls sem gott er. Farðu því til hans með allt, allt sem þú berð fyrir brjósti. Bið þú hann að gera þig stóran og góðan — eða stóra og góða.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.