Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 16
134 LJÓSBERINN »Pvílík ágætisdrós!« kallaði arinar þeirra upp. fremur illa klæddir, og' staðnæmdust fyr- ir utan hliðið. »Fyrirgefið, yðar náð!« sagði einn þeirra og rak upp óþægilegan hæðnishlátur, »er ungfrúin ef til vill að fara á grímudans- leik?« Hinir skellihlógu,, og Stígur, sem áður var í hálf illu skapi, varð nú öskuvondur. »H,altu þér saman!« sagði hann stutt. Strákarnir stóðu kyrrir og hlógu enn meira. Þeir studdu höndunum á hnén og stóðu kengbognir af hlátri. Stígur stóð kyrr , augnablik og beit í neglurnar á sér; svo gat hann ekki stillt sig lengur. »Á ég að gefa ykkur á hann, öllum þrem- ur!« sagði hann ógnandi. »Æ, vesalings sþerðillinn þinn!« kallaði sá stærsti, »svona stelpu-ögn getur ekki gert ketti mein«. I sama vetfangi rakst Stígur á fjöður á skránni, og er hann þrýsti á hana, spratt hliðið upp. Hann þaut út og rak harð- krepptan hnefann beint á nasirnar á stærsta stráknum — og þessi óvænta árás hafði furðuleg áhrif á hjna tvo. »Þvílík ágætis-<drós!« kallaði annar þeirra upp yfir sig, »þetta var mátulegt; handa þér, Stjáni, þú hefir allt af verið svona rígmontinn sláni. Gefðu honum einn til, jómfrú góð, hann hefir sannarlega gott af því. Hjálpaðu herini, Pétur, s,ú er ekki smeik .... það er sveimér mergur í henni!« Stóri strákurinn, sem fyrir árásinni varð, lagði á flótta og hljóp eins og fætur tog- uðu þvert yfir torgið með Stíg og strák- inn, sem kallaður var Pétur, á hælum sér. En í sama vetfangi staðnæmdist lítill, op- inn vagn fyrir utan hliðið, sem hafði skoll- ið í lás aftur. Ekillinn stökk út úr vagn- inum og hringdi, stúlka kom fram að hlið- inu, og etatsráðsfrúin 1 öllum sínum ljóma birtist uppi á svölunum. »Kæra prófessorsfrú, en hvað þetta var elskulegt af yður, nú kemur jómfrúin og opnar fyrir yður hliðið«.......En í sama vetfangi rak hún augun í Stíg á harða spretti yfir torgið. »Elsa, Elsa!« hrópaði hún reiðilega, »viltu gera svo vel að koma undir eins!« Stígur sneri við og kom labbandi frem- ur hægt, en sigur hans hafði gert honum glatt í skapi, svo að nú beit ekkert á hann. »Kæra prófessorsfrú«, sagði etatsráðs- frúin hátíðlega, er hún sá, að gesturinn virti fyrir sér bróðurdóttur hennar gegn- um stangargleraugu sín, eins og það væri einhver erlend skepna, sem henni væri sýnd. »Mér þykir óumræðilega fyrir, að þér skulið hafa verið sjónarvottur að þessu hneyksli. Telpubarnið er bróðurdóttur mín, en hún er algerlega ósiðuð; ég hef tekið hana til mín til að kenna henni ofurlítið mannasiði«. »Hún hefir sennilega alizt. upp á meðal drengja«, sagði ókunna konan og brosti af einskæru umburðarlyndi; »en hún er nú ekki stærri en svo, að maður verður að fyr- irgefa henni einstöku ,strákapör«. »Tilgerðarrófa!« tautaðíi Stígur fyrir aft- an hana, er hún steig út úr vagninum, »hún þarf sveimér ekki að glápa á mig, eins og ég væri bavían í dýragarðinum«. Dóra hafði hlaupið ofan til að taka á móti gestinum. Hún rak upp skellihlátur, þegar Stígur kom inn um hliðið. »Ö, r

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.