Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 4
m LJOSBERINN ÓLIN byrja í himninum. Það voru ekki mennirnir, sem sögðu: »Nú skulum vér haitla hátíð«. Mennirnir voru í myrkrinu. En Guð býr í Jjósinu. Hann einn gat tendrað ljós hjá mönnunum. Guð elskaði að fyrra bragði. Þess vegna gaf hann. Kær- leikanum fylgja gjafir. Það er eðli kærJeikans að gefa. Hinn mesti kær- leikur gefur hið mesta og bezat. Guð -er kærleikurinn. Þessi kærleik- ur gaf hið bezta. Guð gaf Jiið bezta, sem hann á. Þess vegna fæddist Jes- ús. Þess vegna er hægt að halda jól. Fregnin var send frá himninum. Þar eru heimkynni Ijóssins. Þaðan kom hann, sem er ljós heimsins. Guð sendi lieiminum hina dýrustu gjöf, jólagjöfina. Þessi gjöf var send rnönnunum. Það var engill, sem flutti fyrstu jólaprédikunina. Hann flutti hana fyrir mönnunum. Það var stutt jóla- prédikun. Þá er vel hægt að muna liana. Hvaða tíðiudi voru mönnUn- um flutt? Gleðitíðindi, sem voru svo mikii, að þau nægja oss í dag, og í dag getum vér því l’agnað há- tíð með sömu fagnaðargleði eine og þeir, sem fyrst lilustuðu á þessa fregu. Hugsum um hina fyrstn jólaguðs- þjónustu. Hvar var kirkjan? Hverjir voru í kirkju? Fátækir hirðar vöktu yfir hjörð sinni úti á víðavangi. Það var dimm nótt. Á ekld að kveikja á ljósum í kirkjunni? Jiv, nú er kirkj- an uppljómuð. Birtan frá Drottni, dýrð Drottins ljómar í kringum kirkjugestina. Jólaræðan er flutt. Jólin koma frá himninum. Guð hef- ir ekki gleyrnt mönnunum. Þeim er gefin hin mesta gleði. Þeim er ekki sagt, að þessi gjöf verði gefin þeim eftir nokkur ár. / dng er frelsarinn fæddur. Þessi boðskapur á að ná tiJ allra, og þessi gjöf nægir öllum. Guð er svo ríkur, að hann sendir gjöf, sem er handa öllum. Þetta er jólaræðan, sem aldrei gleymist, bezta jólaprédikun, sem hefir verið haldin. Hún var búin lil í himninum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.