Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 7
LJ ÓSBERI NN m ekki vera að |>ví að lýsa henni |>essari háiídimrnu geil, seni er svona full af öllu mögulegu, dauðu og lifandi og auk |)ess af hita og lykl eða lyktum ef tii væri fleirtala af því orði — því að þá fer allur »dagurinn« í það. Svo komuni við á Via dolorosa. Við erum án þess að vita af komnir á krossferilinn! En dr. Schmidt lætur dæluna ganga. Hér eru 9 fet eða 15 fet niður á þá jörð, sem Frelsarinn gekk á o. s. frv. Hann sér ekkert annað en foruleifar og það er bezt að ganga þessa leið með einhverj- um öðrum og í betra uæði. Eu þó stans- ar hann alit í einu og segir: »Hér var múrinn forni og hér eruin við sennilega á hinuni forna grunni«. Hér var þá far- ið út úr borginni forðum. Og orð Hebrea- bréfsins standa allt í einu eins og letr- uð fyrir augum mínum: Þess vegna leið og Jesús fyrir utan hliðið, til þess að hann heigaði lýðinn með l>lóði sínu. Gönguin því til hans út fyrir herbúðirn- ar og berum vanvirðu hans — — — —. Hingað verðum við að koma aftur. Við göngum nú dálítinn sveig, því að rústir hal'a lokað ieiðinui, en hér er Grafarkirkjan mikla rétt hjá. Og nú höf- úm við fengið yfirvaldaleyfi til að skoða hana á morgun. Húu er annars lokuð sakir viðgerðar, enda fátt um ferðamenn. Hún er eitt aðaltakmark allrar ferðar- innar hingað suður, og ósjálfrátt er eins og titringur fari uin mann, við að standa hér fast við hana, fast við Golgata og gröf Krists- En dr. Schmidt er kunnugur og hann fer um dyr og smugur, og áður eu við vitum af er hann kominn með okkur upp á þak Grafarkirkjunnar, elzta hlut- aus, þar sem kapella heilagrar Heleuu er undir. En Heleua var móðir Konstantín- usar mikla, keisara, og segir 9agan, að hún færi hingað pílagrímsferð og fyndi kross Krists einmitt á þessum stað niðri í jarðsprungu, hulinn möl og grjóti. Hér er einnkennilegt um að litast, ekki Skríiðganga í Via dolorosa. líkt því að við værúm uppi á húsþaki. Hér er nokkurskonar torg, steinlagt og fullt af allskonar rústum og mannvirkjum. Hingað og þangað eru leifar af súlum og bogum, sem dr. Schmidt segir að sé frá dögum krossferðanna. Hér hafa þá verið kapellur og ýmsar vistarverur, hæli og sjúkrahús handa pílagrímum. Hér hefir blóðrásin verið ör við hjarta kristninnar. Og enn er hér líf á þessu þaki. Við göngum ekki aðeins uni rústir hins forna, heldur líka um mannabústaði, ofur lága og litla leirkofa, eins og ég hef séð á myndum af leirhreysum svertingja í Af- ríku, allavega í laginu, hnoðaða upp án nokkurs skipulags, bakaða í sól og hita. Þetta var undarlegt ferðalag. Og yfir þetta allt risu liin völdugu hvolfþök kirkjunnar miklu, sem við eigum að fá að sjá á morgun. Það er eins og við séum í einhverju fjallsskarði, gerðu af höndum margra kynslóða, iðandi af lífi aldanna. Og allt í einu heyrum við eitthvert söngl. Það kemur ofan að, úr »klettun-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.