Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 17
L J Ó S B E R 1 N N m ÓL fyrir 60 árum í sveit, voru með nokkuð öðrum hætti en þau jól, sem við þekkjum nú í kaupstöðum. Ég vil nú lýsa hvernig; ég vandist þeim í æsku. Eg verð þó að taka það fram, að um það bil, sem ég var kominn það til vits og ára, að ég muni eftir því, sem fyrir J>ar, voru foreldrar mínir orðin fátæk, svo sennilega verður þetta ekki lýsing á jól- um hjá þeim, sem betri efni höfðu. Forel'drar mínir voru í góðum efnurn J'ramau af búskaparárum sínum. En þeg- ar ég var 5—6 ára, varð i'aðir minn fyrir slysi, sem lagði hann í rúmið í lreilt ár, og fulla Iieilsu fékk hann aldrei eftir það. Nokkrum árum seinna, missti móðir mín einuig heilsuna. Og þá voru þau með 7 börn, og mátti því lialda spart á, til þess að lenda ekki á sveitinni. Þrátt fyrir það hlökkuðum við börn- in ákaflega mikið til jólanna. Strax eftir veturnætur fórum við að telja vikurnar til jólanna. Og þegar nær dró, töldum við dagana. Þá var það siður að sitja í rökkri, áð- ur eu Ijós var kveikl. Ljós voru Iieldur ekki annað en heimasteypt tólgarkerti í baðstofu, en lýsislampi frannni í bæn- um. Rökkursetan fór vanalega fram með þeim hætti, að pabbi og mamma tóku prjónana sína og prjónuðu af kappi. — Pabbi var svo íljótur að pijóna, að oft prjónaði hann sokk á einni kvöldvöku. En á meðan þau sátu og prjónuðu, kenndu þau okkur vísur, sáltna og bænir, eða þau sögðu okkur sögur. Oft sögðu þau okkur söguna af jólabarniuu, sem fædd- ist í fjárhúsjötunni í Betlehem. A með- an þau sögðu frá, sátum við þögul og lilustuðum. En þegar söguruar þrutu, gerðurn við ýmist að syngja eða að kveð- ast á. Við kunnum mikið af vísum, og liver þótti mestur, sem mest kunni, svo ltann gæti kveðið hin í kútinn. Þegar svo loksins var kveikt á kertinu, voru leikföngin tekin frarn. Það voru nú ekki bílar eða flugvélar eða annað þvílíkt, setri börn Jtafa nú, til að leika sér að. Nei! Það voru kindaleggir og völur. Úr leggjunum gátum við byggt heilar borgir og háa turna. Líka byggð- um við úr þeitn fjárhús. Suma þeirra höfðunt við litaða allavega lita, svarta, rauða, græna, eða þá skjótta og skræp- ótta. Þá höfðum við fyrir hesta og kýr, og hétu þeir ýmsum fallegum nöfnunt, svo sem: Skjalda, Búkolla, Branda o. s. frv. Hestarnir hétu: Gráni, Skjóni, Rauð- ur, Blesi og fleiri fallegum nöfnum. Völurnar voru kindur. Þeim dreifðum við um alla baðstofuna; lögðum svo á alla reiðskjótana og riðum á stað til að smala og reka kindurnar í hús. Þegar þessari Qármennsku var lokið, höfðum við tíma til að fara í feluleik, skolla- blindu eða þá að ráða gátur. Svona gekk tíminn og alltaf uálguðust jólin. Nú var kominn fyrsti sunnudagur í jólaföstu. Þá var skammtaður kvöld-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.