Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 18
206 LJÖSBERINN skatturinn. Það var soðið mikið af hangi- kjöti, og hver maður fékk stóran bita af því í kvöldmatinn. Ekki mátti nú samt ljúka því öllu í einu. Það varð að treina það sem lengst, helzt til jóla. Það voru því alltaf bornar fram leifarnar á hverju kvöldi, og borið inn næsta kvöld, svo lengi sem nokkuð var eftir. Svona leið hver dagurinn eftir annan, og nú var ekki nema vika til jóla, og þá var farið að búa til laufabrauðið, það var reglulega skemmtilegur dagur. Mamma fór eldsnemma á fætur, lauk við verkin sín frammi í bænum á svo stuttum tíma, sem henni var unnt, og byrjaði svo að hnoða deigið og fletja út kökurnar; svo hvolfdi hún diski ofan á þær og skar með kleinuhjóli utan með diskbörruuti- um, til þess að gera kökurnar allar jafu stórar og fallegar. Svo var breitt eitthvað hreint yfir öll rúmin í baðstofunni og kökurnar breiddar þar, þær þurftu að skurna áður en hægt var að skera þær. Eftir að búið var að borða miðdags- matinn, settumst við öll eldri börnin við að skera út laufabrauðið. Þá var nú gott að eiga góðan vasabníf, því nú þurfti að vanda sig. Við skárum fjögrablaðarós, áttablaðarós, sextánblaðarós, sólina, tungl- ið, bús og bæi, og svo auðvitað upphafs- stafina í nafninu okkar. Þegar svo að skurðinum var lokið og kökurnar lágu þarna á öllum rúmunum með öllu skraut- inu og útflúrinu, þá var farið að dæma um, hver bezt bafði skorið. Seinast um kvöldið var svo allt þetta steikt í tólg, og þá fengum við sína kökuna hvert, af þeim sem ljótastar voru. En allt hitt var lokað niður í stórri kistu frammi á stofu- lofti og ekki snert fyrr en á aðfanga- dagskvöld. Um jólagjafir var aldrei talað, það var ekki þá komið í móð að gefa jólagjafir. En það mátti enginn klæða jólaköttinn. En svo var það kallað, að sá klæddi jólaköttinn, sem átti enga nýja flík til að fara í á jólunum. Það var því keppzt við það, að minnsta kosti við krakkarnir helðum eitthvað nýtt til að klæðast í. Stundum var það ekki nema skirta, sokk- ar, eða illeppar í skóna. En svo fengum við æfinlega nýja skó úr svörtu sauð- skinni með bvít-eltar lambskinnsbrydd- ingar. Stundum feugum við líka ný spari- föt, en aldrei nema eitt okkar í einu. Ég man vel eftir því, að ég fékk einu sinni ný, ákaflega falleg föt, þau voru úr grænu heima-unnu vaðmáli. Þá var ég svo fínn, að mér fannst ég verða að sitja uppi á rúmi öll jólin, lil þess að óhreinka ekki svo falleg föt. Það var líka mikill munur á þeim og fötunum, sem við gengum í hversdagslega, sem oft voru úr pokastriga. Eitt var það, sem allir þráðu fyrir jól- in, það var fátækraþerririnn; þar sem að allir gátu ekki fengið ný föt, varð að þvo þau gömlu, svo að við værum þó að minnsta kosti í hreinum fötum. Það var því um að gera að fá góðan þurrk sem næst jólunum, því ekki var gott að vera marga daga svo fáklæddur, sem oft vildi verða, á meðan fötin voru þvegin. En í þau lirein, máttum við ekki fara fyrr en á aðfangadag. Og sjaldan beld ég að fátækraþerririnn hafi brugðizt; þá var líka allt þvegið og þurrkað. Tungan úr gamla boltanum rauðbituð í eldi og þannig sett í boltann og fötin strokin og 6léttuð, svo þau urðu alveg eins og ný. Ég man heldur aldrei eftir öfund, þó eitt okkar væri í nýjum fötum og hin í gömlum og nýþvegnum fötum. Þá voru nú líka einhvern daginn bökuð ósköpin öll af kleinum, það varð að vera svo mikið, að það entist líka til nýársins, því ekki dugði að þurfa þá aftur að fara að baka. Svo voru steiktar lummur, og þá er upp taliun allur jólabaksturinn. Eitt af því sem tilbeyrði jólaannrík- inu, var að steypa kerti; það fengum við eldri drengirnir að gera. Yanalega voru þau steypt í formi, en það var seinlegt. Jólakertin voru því oftast steypt í strokk,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.