Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 19
L JÖSBERINN enda voru þau kölluð strokk-kerti. Þau voru búin til á þann hátt, að búnir voru til kveikir úr fífu eða ljósagarni, ef það var þá til; en það var mikiil vandi að búa til góða kveiki úr fífu. Það þurfti að tæja fífuna og snúa hana svo sauian í jafna og góða kveiki; þá var strokkur- inn tekinn, sett í hann heitt vatn undir og svo brædd tólg. Yatnið var sett í hann, bæði til þess að liitiuu béldist lengur á tólginni og til þess að hærra væri í strokknum. Kveikirnir voru svo festir á smá spýtur; svo var einum og einum kveik difið niður í tólgina og síðan hengdir yfir kollu, og storknaði þá tólgin sem toldi við kveikina. Það var hægt að hafa svo marga kveiki sem maður vildi; gat maður þá dyfið þeim í tólgina til skiftis, og alltaf bættist nýtt lag af tólg utan á, þar til að kertin voru orðin nógu gild, þá voru þau tilbúin; en þá þurfti líka að steypa eitt kóngakerti, það var miklu stærra og þríarmað. Það var búið til á þanu hátt, að fyrst var búinn til einn langur kveikur, síðan hnýtt- ir tveir kveikir á hann neðan til. Þá voru þrír kveikir upp um pípuna, en ekki nema einn endi að neðan; svo var þessu dyfið í tólgina, og þurfti þá að beygja aukakveikinn, út frá stofninum, á meðan tólgin var að storkna, svo að kertið yrði fallega þríarmað. A þessu kerti var svo kveikt á jólanótt, og gaf það meiri birtu en einfalt kerti. Loksins kom svo hinn langþráði að- fangadagur. Það fyrsta var, eftir að við krakkar vorum kornin á fætur, að borða morgunmat, sem var eius og vanalega, skyrhræringur og súrt slátur. Nú þurft- um við að borða vel, því nú áttum við ekkert að fá, fyrr en kl. 6 um kvöldið. Sá dagur var lengi að líða. Mamma hafði svo mikið að gera, að hún gat lítið sinnt okkur. Pabbi var í fjárhúsunum allan daginn; hann þurfti að hreinsa þar allt og taka til hey til næsta dags, svo fljót- legt væri að gefa skepnunum, ef veðrið 207 yrði svo, að hægt væri að fara til kirkju. x4uðvitað gerðum við eldri drengirnir allt, sem við gátum, til að hjálpa til, svo sem að skúra baðstofugólfið og margt fleira. Nú kom mamma inn með stóran bala með heitu vatni, til að baða okkur, þá kom nú líf í tuskurnar, þó að það væri ekki svo óvanalegt að baða sig í þessum stóra bala, þá fundum við það, að uú yrðum við að baða okkur alveg sérstak- lega vel. Við þau eldrj urðum að hjálpa þeim yngri, því enn átti mamma margt ógert framini. Svo komu hrein fötin og við hjálpuðum yngri börnunum að klæða sig og klæddutn okkur svo sjálf með mikilli vandvirkni. Og nú vorum við orðin fínt fólk. KI. 6 var boriuu iuu jólamaturiuu og loksins var setzt til borðs. Þegar allir voru setztir, tók pabbi sálmabókina og söng borðsálminn og las borðbæu á eftir, svo signdi Liann sig, og urðum við auð- vitað að gera það líka. Hverjum var skammtað útaf fyrir sig. Fyrst þykkur mjólkurgrautur með smjöri og kanel og sykri út á. Svo hrokaðir diskar með hangi- keti, flatbrauði og sméri. Og ofan á öllu þessu skörtuðu 3 heilar laufabrauðskök- ur og á diskbarminum var jólakertið. En auðvitað máttum við ekki borða þetta allt í einu, það varð að eudast fram á gamlársdag; eu þá var skammtað alveg eins. Eftir máltíðina las svo pabbi jólalest- urinn í Péturshugvekjum, og söng jóla- sálmana. Auðvitað sungu allir, sem gátu, með houum. Þegar því var lokið, var mál að fara í fjósið og á eftir fjósverk- unum kom svo kaffið; og það var nú eiginlega það bezta, því kaffi var ekki að jafnaði drukkið uerna á stórhátíðum, og allra sízt með kleinum og lummum. Svona leið nú jólanóttin í rólegheitum og sakleysi. Við vorum hæg og hljóð, allt of fín til að leika okkar vanalegu leiki. Við kveiktum þó á jólakertunum,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.