Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 21
LJÖSBERINN m ÐFANGADAGSKVELD jóla var komið. oc; allir engl- arnir voru niðri á jörðinni til þess að færa mönnumim blessun sína. Þeir fóru iun á hvert heimili og allstaðar reyndu þeir að vekja hjá fólkinu bróðurhug og skiluiug, en þeir urðu að hafa hraðan á borði, því að óðum leið á daginn. Einn engillinn átti sérstaklega annríkt, og hann var duglegur i starfi sínu. Þeg- ar hann flaug ásamt hinum englunum út um hlið himnaríkis, þá lagði Guð blessun sína yfir þá, og litli engillinn mundi sérstaklega eftir þessum orðum; •Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur*. Þessi orð sagði litli engillinn oft, því að víða, þar sem hann kom, fannst honum ekki veita af ljósinu frá ásjónu Drottins.-Þessi litli eng- ill var engill nægjuseminnar. Haun var nú kominn inn í sjúkrahús bæjarins. Hann gekk þögull milli rúmanua og kyssti jólatrén og blómin á sjúkrastofunum. Hann brosti þegar hann sá öll bréfin og jólakortin, sem lágu á litlu borðun'um við rúmin. Hann lagði blessun sína yfir allar endurminningar og vonir, sem bærð- ust 1 brjóstum sjúklinganna, og hann var þar ekki áraugurslaust. Frá sjúkrahúsinu flaug hann til fang- elsisins. Þai bjóst hann við að finna verk- efni við sitt hæfi og hanh átti kollgátuna. Til allrar hamingju var hanu svo lítill, að hann gat auðveldlega smogið milli járnriinlanna fyrir utan gluggana, og hann fór inn í alla þessa köldu og óvistlegu klefa. Þarua vakti hann einnig gamlar éndurminningar. Haun hvíslaði að föng- uuum þessuin orðum: »Móðir þíu! —* Hann töfraði fram í hugum þeirra eud- urminningar frá heimiluniun, sem þeir höfðu átt, þessir vesalings, villuráfandi menn, sem annaðhvort sátu eða lágu á hörðum trébjálkum. Engillinn reyndi að smeygja eiuhverjum kærleiksneista inn í hjörtu þeirra. En þarna voru lijörtu, sem voru fastar lokuð en dyr og gluggar fang- elsisins. Haun reyndi að segja: »Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur«. Stuudum fannst honum hann sjá dauft endurskin vonanua, scm lifn- uðu í brjóstum þessara vesalinga. Engill uægjuseminnar þurfti líka að heimsækja fleiri en einstæðiugaua. Nú gekk hann við hliðina á lögregluþjónin- um, sem átti að vera á verði til klukk- an 10 í kvöld. Litli eugillinu huggaði hann með því að jóialjósiu yrðu ekki slokknuð, þegar hann kæmi heim, og að hann myndi áreiðanlega fá að sjá allar jólagjafirnar hjá börnunum og 6yngja

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.