Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 22
21« LJÖSBERIN N jólaeálmana uieð þeim. Lögregluþjónninn varð ánægður með blutskifti sitt, og hann og engillinn gengu sanihliða uni göturn- ar og rauluðu jólasálina, sem allir inenn kunna og englarnir auðvitað lika. Engillinn nam staðar fyrir framan stórt og fallegt hús, sem var uppljómað með stóru jólatré. Lögregluþjónninn nam líka staðar og hugsaði um, hve yndislegt hlyti að vera að fá að njóta jólanna í ró og næði. Engiliun langaði líka til að fara þarua inn, og það gerði hann, en lög- regluþjónninn stóð eftir á götunui. Þá sagði engillinn lágt: »Góða nótt og gleði- leg jól!' um leið og hann livarf inn í z húsið. Börniu í þessu húsi höfðu áreiðanlega ástæðu ti) að vera glöð. Þau áttu stórt jólatré og kyustur af leikföngum. Þar gat á að líta alls konar ávexti og sæl- gæti, sem hörnum þykir gott að borða. Þar var brúðuhús, örkin lians Nóa með öllura dýrunum, trumbur og básúnur, mvndabækur, brúður og skautar. Börn- in, sem áttu þetta voru þrír drengir og ein stúlka, Elleu að nafni. Faðirinn sat við borðið og ias jólakortin, og móðirin sat á hægindastól við gluggann. Húu var þreytuleg í bragði, og það var eðlilegt. Hún hafði sjálf skreytt litln, fallegu brúðuna, lem 1á á grúfu hjá legubekkn- um, og hún hafði hug6að ástúðlega um litlu stúlkuna sína við hvert nálspor. En henni fannst hún ekki hafa náð tilgangi sínutn. Börnin voru hávaðasöm og þau virtU6t alls ekki vera ánægð með öll leikföngin. Þau höfðu ekki lengur ánægju af jólatrénu, sem þau höfðu þó hugsað um síðustu 2—3 vikurnar. Þau hvörfl- uðu frá einu til annars, og óskuðu sér annars en þau fengu. — Hún var að hugsa um bernsku sína, og hún minntist sérstaklega eins jólakvelds, sem henni hafði fundizt yndislegt. Og þegar hún bar saman ytri fátækt þess kvelds og allar skrautlegu gjaíirnar, sem börnin hennar fengu nú, þá harmaði hún það að þau voru alls ekki ánægðari en hún var þá. Þá datt henni snjallræði í hug. • Komið liingað, börn*, sagði hún. »Ég ætla að segja ykkur dálitla sögu*. Nú kom barnfóstran inn, til þess að sækja yngsta barnið. Þegar hún opnaði hurð- ina, smaug engillinn inn í stofuna, og þegar hann sá að börniu söfnuðust í kringum móður sína, fór hann þangað líka og settist á meðal barnanna. Litla drengnum, sein átti að fara að hátta, var leyft að hlusta á söguna, og hann klifr- aði upp í kjöltu móður sinnar. •Hveruig er sagan, mamma?* sögðu þau öll í einu hljóði. Litla stúlkan sett- ist á skemil við fætur móður sinnar, en drengirnir stóðu við hlið henuar. Sagan var á þessa leið: • Einu sinni var lítil stúlka. Hún var níu ára, þegar þessi saga gerðizt, eins og þú, Ellen. Hún átti ástríka móður, en faðir hennar var dáinn fyrir ári síðan. María litla var svo hrygg í huga, að hún hélt að hún gaiti aldrei orðið glöð aftur. En eftir því sem jólin nálguðust, hlakk- aði hún þó til þeirra með barnslegri gleði. Hún vissi vel, að síðan faðir henn- ar dó, hafði móðir hennar ekki getað veitt þeim eins mikið og áður. Hún hafði líka spurt Maríu að því, hvort hún vildi heldur fá snotra jólagjöf eða lítið jóla tré. María kau6 strax jólatréð, og bróðir hennar, Emil, sem var sex ára gamall, var alveg sammála systur sinni. Þau keyptu tréð, og það stóð niðri í garðin- um og þangað fóru systkinin daglega tii að dáðst að því. A aðfangadaginn var tréð borið inn í stofuna og María fór ein niður í bæinn. Hún hlakkaði mikið til þessarar ferðar, því að uú ætlaði hún að kaupa jólagjafir handa mömmu siuni og bróður. Hún fór með sparipeningana sína, sem voru að upphæð 95 aurar í kopar, og Maríu fannst hún sannarlega vera ve) efnuð. Eu þegar hún kom iun í leikfangaverzlunina var þar fyrir margt fólk, og varð hún þá svo einurðarlaus,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.