Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 28
216 LJÖSBERINN og pabba*. Börnin litu hvert á aunad spyrjandi auguni. Þau voru óvön svona ógreinilegri utanáskrift. En það leið ekki á löngu, að þetta skýrðist fyrir þeini. Elztu börnin í systkinahópnum, sem far- in voru að hugsa, litu á Mörtu og sögðu í einu hljóði: >Það er til hennar Mörtu!* Hún leysti utau af bögglinum í ákal'a og með skjálfandi höudum og þegar hún sá hvað það var, varð hún fyrst liljóð og alveg orðiaus. Hún varð frá sér numin af gleði. Svo tók hún til að hoppa á gólfinu eins og ketlingur, með ópum og fagnaðarlátum og gleðitárin streymdu niður kinnarnar. Það er ómögulegt að koma orðum að fagnaðarsæiu hennar. Hún tók þenua dýrgrip siun með sér í rúmið og á jóladagiun sat hún tínium saman, frá sér numin við að skoða öskj- una með þessu undursamlega innihaldi. Húu mundi aldrei á æfi sinni dirfast að nota einn einasta dropa af þessum ilmandi lög. Það var henni fullkomin nautn að lykta að eins af því. Og gleðin hélzt áfram komandi daga. Minningiu ein, um að hún væri eigandi að þessum kjörgrip, gat hvenær sem var komið henni roða í kinnar og ljóma í augun. Það var föst venja í þorpinu, að halda kristniboðshátíð á hverju sumri, sunnu- dagiun næstan á undan uppskerunni. Á þá hátíð kom fjöldi fólks, einnig úr ná- grannabæjunum og það þó langt væri að sækja. Þá var safuað saman öllu því er fullunnið hafði verið á saumafundnm um veturinn og öllu sem gefið var, til þess að selja á hátíðiuni, til ágóða fyrir kristniboðið. En salan mátti ekki fara fram, fyrr en eftir kl. 6 um kvöldið. Þetta var hinn rnikli hátíðisdagur árs- ins. Það var byrjað á að undirbúa hann löngu fyrirfram. Stórt þreskihús var tek- ið til afnota í staðinn fyrir kirkju og skreytt með laufum að innan. Kaffihorð- in voru sett upp úti á grænni jörðinni. Móðir Mörtu litlu var veik og gat því, sér til mikillar sorgar, ekki verið með í þetta siiin. »Ég skal þá vera heima lijá þér, þér til hughreystingar-, sagði Marta og strauk liárlokk frá enni mömmu sinn- ar. »Nei, far þú til hálíðarinnar*, sagði mamma heunar í bænarróm. »Mig laug- ar nú eiginlega til þess, af alveg sér- stakri ástæðu*, sagði Marta og trúði nú mömmu sinni fyrir því. að hún heí’ði gefið gjöf til kristnihoðsins, til jæss að litlu börnin í heiðingjalöndunum fengju tækifæri til að heyra um barnavininn, sem keunslukonan í sunnudagaskólan- um hafði sagt svo margt undurfallegt um. »Einu sinni sagði kennslukonan, að við gætum aidrei fullþakkað allt það góða, sem við hefðum fengið fyrir hann, og hið bezta, sem þið eigið, skuluð þið gefa honum, sagði hún. Og þá langaði mig til að gefa honum eitthvað. En eg átti ekki nema einn einasta hlut, sem eg gat gefið, allt annað var svo lítils virði. Eg tók öskjuna mína upp og horfði lengi á hana og svo kvaddi eg hana. Eg hefi nú átt hana svo lengi, að eg gat vel ver- ið án hennar, hugsaði eg með mér, og svo fór eg með hana til Andrésar, til þess að liann skyldi selja hana á upp- boðinu. Þess vegna langar mig til að vera við uppboðið, til að heyra, hvort hún verður seld fyrir gott verð. Þegar móðir hennar heyrði þetta, varð henni svo óhægt um mál, að hún gat ekkert sagt. Hún scrauk kollinn á litlu stúlkunni sinni, og tárin brutust fram í augun, glóandi af sótthitanum. »Þetta var vel gert af þér«, sagði hún loks með veikum rómi. »Litla barnshjartað þitt var ástfangið í þessum litla grip, sem pabbi og mamma gáfu þér í jólagjöf, og hann hið bezta, sem þú áttir í eigu þinni. En þú hefir sigrað sjálfa þig vegna frelsar- ans og þú þarft aldrei að iðrast þess. Farðu nú til hátíðarinnar!* Uppboðshaldarinn stóð á liátíðarsvæð- inu og bauð upp hvern hlutinn af öðr- um. í græskulausu gamni hældi hann hverjum hlut og taldi upp allskonar

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.