Ljósberinn - 01.07.1942, Page 8

Ljósberinn - 01.07.1942, Page 8
92 LJOSBERINN Smásaga um litla Reykjavíkur*stúlku. Eftir Theodör Árnason [Frh.] Ef nú væri haldið áfram að lýsá öllu, sem bar fyrir Dídí á spítalanum, eins og gert hefir verið hingað til, yrði þetta jniklu lengri saga en til var ætlast, Þess gerist heldur ekki þörf. Við komumst að efninu, þó að ekki sé tekið nema það helzta, sem fyrir bar. Dídí vandist því fljótlega að liggja svona hreyfingarlaus að rnestu leyti og á bakinu. Það er auðvitað mikil þving- un fyrir fjörmikla stúlku, að mega ekki hreyfa sig, vera alfrísk í rúminu, en mega ekki koma út fyrir dyr, eða réttara sagt: geta það ekki. En Dídí var íurðu fljót að átta sig á þessu og sætta sig við það. Og hún var fljót að venjaSt vistinni á spítal- anum. Að sumu leyti hafði henni aldrei iið- ið betur á æfinni, eða jafn vel, — allir voru svo undur góðir við hana, hún fékk þarna miklu betri mat, en hún hafði vanist og yf- ir því var vakað, að henni gæti liðið sem bezt. Hún fékk heimsóknir sem glöddu hana og henni höfðu jafnvel verið send- ar gjafir frá bráðókunnugu fólki. T. d. hafði heimsótt hana, — tveim dögum eft- ir að hún varð fyrir slysinu, — skipstjóra- frú, sem hún kannaðist við. Hún átti heima í »stykkinu«, sem Dídí hafði borið »Vísir« í. Þessi frú hafði átt dóttur á reki við Dídí, og höfðu þær þekkst dálítið. En litla stúlkan dó af inflúensunni um haust- ið. Hún hafði verið einbirni, og eftirlæti foreldra sinna, og Dídí hafði séð það, þegar hún kom með blaðið á daginn, eftir að litla stúlkan var dáin, að kon- an hafði varla getað afborið sorgina. Dídí hafði kennt svo innilega í brjósti um kon- una og hana hafði langað svo mikið til að vera góð við hana og gleðja hana. En hvað gat hún gert, vesalings fátæka og umkomulausa smástúlkan. En konan þessi mun þó einhvern veginn hafa fundið hug Dídí í hennar garð og það hafði hlýjad henni. Og nú kom hún sjálf í heimsókn lil Dídí og var svo undur góð við hana og færði henni stærðar böggul, sem hún bað hana að eiga. Dídí starði á frúna, stórum augum og vissi ekkert, hvað hún átti að segja. »Já, Dídí litla, mér þykir vænt um, að mér skyldi hugkvæmast að gefa þér þetta. Þetta eru nærföt og náttföt og ým- islegt smádót, sem þú kant að þarfnast, meðan þú ert hérna á spítalanum. Hún átti þetta hún Dúfa litla, elsku stúlkan mín, sem ég missti. Hcnni þótti vænt um þig, þó að þið þekktust ekki mikio, — hún dáðist að þér. Og Dúfa var lílca góð stúlka, eins og þú. Og ég er viss um, að ef hún gæti séð til okkar núna, þá yrði hún glöð. Ég veit, að hún hefði einmitt viljað þetta, að fötin sín færi til þín. Og ég vona bara að þú kveinkir þér ekki við að vera í þeim, þó að Dúfa litla hafi notað þau áður«. Frúnni var farið að vökna um augu og það voru að koma tár fram í augun á Dídí. Hún rétti fram báðar hendurnar og frú- in laut ofan að henni og kyssti hana inni- lega, en Dídí vafði handleggjunum utan um hálsinn á henni. Og nú var Dídí þarna eins og ofurlítil æfintýra-prinsessa, í dýrindis silki-nátt- fötum í spítalarúminu sínu. Raunar kom manni það svo fyrir, að alt stefndi að því að eyðileggja Dídí. Og það er ekki ólíklegt, að það hafi verið rétt á takmörkum að svo yrði. En það v a r ð þó ekki. Litla stúlkan í rúminu fram við dyrnar og Nýja-testamentið urðn til að afstýra því, — og meira en það. Og nú víkur sögunni einmitt að »litlu

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.