Ljósberinn - 01.07.1942, Qupperneq 10

Ljósberinn - 01.07.1942, Qupperneq 10
94 LJOSBERINN síðan ég vissi það,----það dregst máske eitthvað enn þá, en það verður aldrei langt þangað til Frelsarinn tekur mig' til sín, og ...< »Hvað ertu að segja, Nanna, — áttu von á því að þu deyir þá 'og þegar? Eg er nú svo sem' aldeilis forviða, ---svona ung -----og — og fallegk »Já, Dídí, — og fyrst þegar þessu var eins og hvíslað að mér, varð ég svo voða- lega, — voðalega hrædd. Það er svo gam- an að lifa, þegar maður er frískur, þcgar sólin skín og túnin eru græn og fjöllin blá og himininn heiður. Þá grét ég á hverj- um degi og mér leið svo ákaflega illa, að ég get ekki lýst því. En þá hjálpaði Magga mér ...« »Hver er Magga?« greip Dídí fram 1. >Magga er systir hennar mömmu. Hún er hér í búð og hún er í einhverju félagi, sem heitir K. F. U. K. — og ég held að hún kunni allt Nýja-testamentið.--------- Jæja, Magga hjálpaði mér. Hún kemur til mín að .minsta kosti tvisvar í viku. Og þegar hún sá, hvað ég var sorgbitin, og ég sagði henni, að það væri af því, að ég vissi, að ég ætti að deyja og að ég væri svo hrædd og mig langaði svo mikið til að lifa, þá sagði hún strax að hún gæti hjálpað mér. Ég skyldi ekki vera hrædd, því að Jesús Kristur myndi taka mig upp í dýrðina til sín, — þar sem enginn er nokkurn tíma veikur. Hún útvegaði mér Nýja-testamenti og henti mér á hvað ég skyldi helzt lesa, en las svo fyrir mig sjálf kafla í hvert sinn sem hún kom, og skýrði þá fyrir mér.---------Magga, hun er indæl, — og hún elskar Frelsarann og það er svo indælt að hlusta á hana, þeg- ar hún er að tala um hann við mig«. »Já,-----en er hann ekki prestur, hann pabbi þinn«, greip Dídí fram í, — hún áttaði sig ekki almennilega p. þessu tali. »0-jú, — hann elsku pabbi minn er prestur. En það er allt öðru vísi að heyra til hans en Möggu, og hann hefir eigin- lega aldrei talað við mig sérstaklega um Frelsarann. Jæja, Dídí mín, — niðurstað- an varð sú, — að ég hætti að vera hrædd við dauðann«. »Eini Pétur! — við skulum ekki vera að tala um dauðann. Það fer hrollur um mig'. Góða, hættu!« »Nei, Dídí. tJr því að ég fór að tala um þetta á annað borð, þá ætla ég að tala út, — ég er bráðum búin. Magga hjálpaði mér til þess að lcomast í sátt við Guð--« »Komast í sátt við Guð?« greip Dídí fram f, — »varstu, ekki í sátt við Guð? Eg er riú hissa!« »Nei, ég var ekki í sátt við Guð, því að við erum öll syndarar og við þurfum að kannast við það. En Jesús Kristur dó á krossinum fyrir oltkur, fyrir okkar syndir. Þess vegna þurfum við að ákall.a hann og liiðja hann að lijálpa okkur. Það er hann einn, sem getur það. Allt þetta útskýrði hún Magga svo vel fyrir mér, — og svo kraup hún hérna við rúmstokk- inn minn og bað fyrir mér,--------og nú veit ég að Jesús Kristur er frelsari minn, að hann er allt af hjá mér, og þegar ég dey, þá fæ ég að sjá hann og vera hjá honum-------það verður dýrðlegt! Og þess vegna er ég ekki lengur hrædd við að deyja. Og ég vildi að ég gæti leitt þig til Frelsarans, eins og Magga leiddi mig til hans ...« »Ég held, að við leiðumst nú ekki langt. — báðar aumingjar og »í gipsi«!« »Vertu ekki að snúa út úr fyrir mér, — þú iðrast eftir því seinna. En þú trúir því ekki, hvað manni líður vel, þegar mað- ur v e i t, að Jesús Kristur er orðinn bezti vinurinn. Við hann er allt af hægt að tala og honum er hægt að segja frn öllu, sem manni liggur á hjarta«. »Ég heid ég skilji bara ekkert í þessu öllu saman«, sagði Dídí, — »en mér er sama. Ég veit, að þér er þetta alvara, og ég vei t, að þetta er ekkert bull, ég finn það á því, hvernig þú hefir sagt mér frá þessu. En ég er svo heimsk og ég veit svo lítið. Og nú langar mig til að læra, úr því

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.