Ljósberinn - 01.07.1942, Side 11

Ljósberinn - 01.07.1942, Side 11
ljösberinn 95 ég hefi tíma til þess. Ég hefi allt af hafí svo lítinn tíma tií að læra. Og nú ættir Þú að biðja hana frænku þína, að hjálpa niér líka. Því að þó að ég botni ekkert í þessu, þá veit ég það, að ef þú hefir þózt vera synclari þá er é g það. En ég bara skil það ekki. Og þó, — ég skal segja þér, Nanna, — ég var að hugsa um það í gær, ^ftir að hann pabbi var farinn — mik- 'ð niá ég skammast mín fyrir, hvað ég hefi verið lítið góð við hann. Hún mamma bað mig þó uin það áður en hún dó, að hugsa vel um hann. En ég hefi barasta ekki gert það nærri nógu vel. Og svo er annað: ég hefi allt af gert húsverkin hálf nauðug, — og þegar ég hefi þurft að staga í sokkana hans, þá hefir mér leiðst það °g ég hefi flýtt mér að þvf og ég hefi gert það illa. Ég var að hugsa um þetta allt saman í gærkvöldi. Er þetta máslte að vera syndari? Og ég er nú búin að lofa sjálfri mér því, að ég skal vera góð við bann, þegar ég kemst heim og stoppa fal- ^ega í sokkana hans«. Þetta samtal varð nú ekki lengra, því að nú komu stúlkurnar inn í stofuna með eftirmiðdagskaffið og kókó handa litlu stúlkunum. Það er skemst frá því að segja, að Dídf btla fann Frelsara sinn þarna. Móðursyst- lr Nönnu lijálpaði henni, á sama hátt og hún hafði hjálpaðhenni litlu frænku sinni. Margrét þessi var kornung stúlka, ætt- að norðan ur landi. Hún var búin að vera fjðgur ár í Reykjavík, — hafði fyrst ver- 'ð í Kvennaskólanum, en vann nú við Verzlunarstörf. Af hendingu hafði hún slæðst á samkomu í K. F. U. M. fyrsta sUnnudagskvöldið, sem hún var í bænum °g hitt þar kunningjastúlku sína eina, sem Var í K. F. U. K. og þessi kunningjastúlka bennar hafði boðið henni á næsta fund Þeirra stúlknanna. Úpp frá því hafði K. U. K. verið sem annað heimili Margrét- ar> því að hún hafði fljótlega fundið Frels- Rra sinn og gefizt honum, og síðan gerzt mjög áhugasöm í starfinu. Og það má nærri geta, hvílík gleði henni var það, að geta fært Frelsaranum þessar góðu og fallegu smástúlkur, Nönnu og Dídí. Húu hafði venjulega guðræknisstundir með þeim annan hvern dag, —- raulaði fyrir þær sálma og Iv. F. U. M.-söngva, (ekki mátti nú syngja hátt þarna) og svo var .hún vön að krjúpa á kné á rnilli rúmanna þeirra og biðja fyrir þeim og með þeim. Þetta var einkennilega fögur þrenping, þessar þrjár saklausu og sælu stúlkur, sem ekkert vissu betra en það, að ákalla, lot'a og tigna Frelsarann og þakka honum. Pað kom fyrir að gamla nunnan kom inn í stofuna, þegar stóð á bænagjörð hjá stúlkunum. Það komu þá oft tár fram í augun á henni, — gleðitár, því að hún brosti sínu angurværa blíðubrosi um leið, nam staðar álengdar, signdi sig og horfði á þær hugfangin. »Oh, hvor skönt! — Oh, hvor sköntk (0, hve fagurt!) var hún svo vön að segja, hvað eftir annað. Venjulega fór hún út úr stofunni án þess að gera vart við sig. En var þá við- búin, þegar bænastundinni var lokið, að færa þeim eitthvað gott í munninn. En Guðs börn verða allt af að vera við því búin, að þeirra sé freistað. Og Díd; litla fékk brátt að reyna það. Hún kom oft til hennar, skipstjórafrú- in, sem getið er um áður. Hún laðaðist að Dídí æ því meir, sem hún kynntist henni bctur. Henni fannst sjálfri, að það vera ánægjulegustu stundirnar sínar nú, þeg- ar hún sat hjá rúrni litlu stúlkunnar, og skrafaði við hana. Það var svo tómlegt heima í stofunum hennar, síðan hún hvarf þaðan, elsku litla stúlkan hennar, húr. Dúfa, — og enn þá tómlegra fannst henni, eftir að hún kynntist Dídí. Og Dídí fór fljótlega að þykja vænt um þessa sorg- mæddu, góðu konu. Henni þótti vænt um heimsóknir hennar, ekki aðallega fyrir gjafirnar, er hún færði henni, — því að allt

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.