Ljósberinn - 01.07.1942, Síða 14

Ljósberinn - 01.07.1942, Síða 14
98 LJOSBERINN r I idrum jarðar Saga fiá kolanámum í Norður-Frakklandi eftir W. HENCK. 1. kap. Árásin. Audrés lilli Clement var 12 ára. Faðir hans var dáinn fyrir þrem vikum. En nú varð drengurinn, sem að þessu hafði átt lieima í París, þar sem faðir lians lifði af því að smíða leikföng, að takast ferð á hendur lil námuhéraðanna í Norður- Frakklandi, en þar bjó föðurJrróðir hans, Charles að nafni, Hafði hann skrifáð Anclrési og lofað að annast hann, og út- vega honum námudrengsstarf í kolanám- um í Norður-Frakklandi. Andrés hafði lagt af stað strax eftir dauða föður síns. Hann varð að fara fót- gangandi alla leið, sumpart af því að hann hafði ekki erft nógu mikla peninga eft- ir föður sinn, til þess að geta keypt járn- Jjrautarmiða, og sumpart af því að hann langaði til að eiga nokkra aura, þegar hann kæmi tiJ föðurbróður síns. Hann liafði tekið leirflautuna sína með sér í ferðina. Hann spilaði á hana í þorp- unum, sem hann átti leið um og aflaði sér á þann hátt bæði fæðis og ofurJítilla vasapeninga. Hann hafði eignast kátan félaga á leiö- inni. Það var stór hundur. Hafði Andrés fundið hann þar sem hann lá með bJóðg- an fót, af því að hann hafði orðiö undir hjóli. Batt Andrés því urn fótinn og hjúkr- aði vesiings hundinum, og var hann nú orðinn albata. Slóst nú hundurinn í för með honum, en Andrés kallaði hann Lappa. Var Lappi bæði margfróður luindur og vitur og gat leikið hinar vanda- sömustu listir. og varð hann því Andrési hæði til g'agns og' g'leði. Fyrir þrem dögum hafði leið þeirra fé- laga legið um stórt þorp. Höfðu þeir afl- að sér þar dálaglegra skildinga með lisl- um sínum og íþróttum, og það var því bjart yfir framtíðinni í liuga Andrésar. eftir því sem á leið ferðalagið og hann nálgaðist ákvörðunarstaðinn. Tók nú að kvelda þennan dag og voru félagarnir komnir í námunda við stærðar slróg, sem þeir urðu að fara í gegnum. Þetta var fremur skug'galegt útlit, en Andrés kom ekki tii hugar að nokkrar hættur kynnu að bíða þeirra að balti hinna gildvöxnu trjábola. Hann gekk því rólegur leiðar sinnar og Lappi hoppáði og lék sér við hlið lians. Allt í einu nam hann staðar. Það var bugða á veginum, sem tók fyrir útsýn- ið fram á leið, en aftur á rnóti heyrði hann greinilega lrrópað á hjálp. Hann hugsaði sig um augnablik, en svo stökk hann af stað í hendings kasti ef verða mætti að hann gæti hjálpað þeim, er væri þarna í nauðum staddur. Þegar hann var kominn fram hjá bugðunni á veginum, tók Lappi til að gelta ákaflega. Sá Andrés þá tvö ruddamenni, sem höfðu stöðvað ungan mann á reiðhjóli, og voru að ræna hann. Þegar þessir náungar heyrðu gjammið í Lappa, Iitu þeir upp, en við það gafst piltinum tækifæri til þess að stökltva á bak hjólinu, og þjóta brott í Joftinu. En ræningjarnir störðu lreift- þrungnum augum á eftir flóttamannin-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.