Ljósberinn - 01.07.1942, Qupperneq 18

Ljósberinn - 01.07.1942, Qupperneq 18
102 LJÖSBERINN litið var kinnfiskasogið og hrukkótt. Hann hélt á skriðljósi í hendinni og lyfti því hátt, til þess að geta betur séð bróð- ursoninn, sem gekk nú til hans. Hitt fólk- ið hélt sig meir i skugganum. í fögnuði sínum tók gainli maðurinn ekkert eftir bifreiðinni. Með þeim handleggnum, seni honum var laus, tók hann um háls And- résar, beygði sig niður að honum, liyssti hann og mælti: »En hvað þú ert líkur honum — en hvað þú ert líkur honum. Það er alveg eins og veslings Marteinn sé kominn sjálfur«. Andrés var himin-lifandi yfir hinum hjartanlegu viðtökum og endurgalt ást-- aratlot frænda síns. Seint og síðar meir tók nú Gharles eftir skuggunum, sem stóðu fyrir utan ljósbaug skrlðljóssins. »Hver er þarna?« spurði hann, »og hvernig stendur á því að þú ltemur á þess- um tíma nætur?« Nú kom verkfræðingurinn nær og mælti: »Það erum við Martel, Clement minn góður. Við komum með snáðann hingaö til þín. Við fundum hann á þjóðveginum mjög illa á sig kominn, en frá því getur hann sagt yður síðar«. »Já, kæri föðurbróðir minn, ég á það þessum herrunn að þakka, að ég liefi ferð- ast eins og prins«, mælti Andrés, »ég kom hingað í bifreið«. Clemenl tök nú að láta í ljósi þakklæti sitt, jafnvel þó honum væri ekki fylli- lega ljóst, hvernig í öllu þessu lá. »Og fyrst að ferðalangurinn er nú kom- inn heilu og höldnu í höfn, er hann kom- inn í yðar hendur«, mælti framkvæmd- arstjórinn, »en hann er nú ekki -alveg ein- samall, hann er með uppáhaldið með sér, þessi náungi hérna tilheyrir bróðursyni yðar«. En nú heyrðist Marta litla kalla utan úr myrkrinu í bænarróm: »Andrés. Vilt þú vera verulega góður? Gefðu mér Lappa, ég skal vera fjarska góð við hann. Ég verð svo glöð, ef þú vill láta mig fá hann. Viltu ekki gera það?« Það var eins og litla Parísarbúann kenndi til í hjartanu. Átti hann að fara að gefa hundinn sinn, sem honum þótti svo vænt um. Honum fannst, að það væri eins og að skilja við sig' hjartkæran vin. En það gat ekki komið til nokkurra rnála að neita dóttur mannsins, sem hafði bjarg- að honum og verið svo góður við hann. eða neita litlu telpunni sjálfri, sem bað s\-o ísmeygilega. Hann lét því ekkert bera á eftirsjá sinni og sorg, þegar hann svar- aði: »Vitanlega skalt þú fá hann, mér þykir vænt um að geta gert þér þessa ánægju«- Það var eins og litla stúlkan hefði him- in höndum tekið. En hún hafði gleymt að taka Lappa með í reikninginn. Hann stritaðist og' sperrtist rösklega við, þeg'- ar hann var látinn inn í bifreiðina og húsbóndi lians var ekki með, og þegai' bifreiðin rann brott heyrðist ýlfrið og \einið í hundinum langar leiðir. Andrés tárfelldi, þegar hann steig inn yfir þrösk- uldinn á nýja heimilinu. Undir eins og hann var kominn inn í húsið komu þær mágkona hans og frænka hans, Klóthildur, sem höfðu varpað yfi'-' sig einhverjum spjörum í skyndi, niður stigann, og nú var hann umfaðmaður að nýju. Aðalheiður mágkona hans var um fer- tugt. Hún hafði ekki unnið í námunum og var því ungleg enn og blómleg. Það var ekki einungis að hún væri manni sín- um samhent og dugnaðarkona og skör- ungur, og þo allt af væri nóg að gera i heimilinu hafði hún samt tíma til að hjálpa nág'rönnunum og liðsinna þeim, ef þeim bar að höndum sorg eða sjúkdóm- ur. iTún reyndist þeim eins og engill og sýndi það og sannaði, að hinn iðjusami hefir allt af tíma til að gera gagn. Og þó hafði hún fleiri að annast en mann sinn og dóttur. Hún hafði leigjanda í húsinu, Mikael Lebert að nafni, og átti hann litla Framh. á bls. 104.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.