Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 2
2 LJÖSBERINN Fyrsta „víðavangshlaupið“ um- hverfis Reykjavík fór fram árið 1916, „Íslandsglíma“ var fyrst háð 1905. ★ Mr. Henry Clepper, Bandaríkja- maður, hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að sú trjátegund, sem hafi orðið mannkyninu til mestra nytja, sé pálminn, en næstur sé kókós- pálminn. Því næst er möndlutréð, sem var til þrem öldum f. Kr., — þá eplatréð, fíkjutréð, olíuviðurinn og sítrónutréð, sem komið er frá Indlandi, og hefur verið ræktað í 2500 ár. Loks komu kíníntréð og gúmmítréð. ★ Hér eru nokkur sjaldgæf karl- mannsnöfn sem til voru m. a. í Skagafirði 1912: Dúi, Eiður, Hróar, Oddgnýr, Hermundur, Hólmsteinn. . ★ Georg, niannsnafnið, er af grísk- um uppruna og þýðir jarðyrkju- maður. ★ Sá, sein fyrstur dró fána að hún á Suður-heimskautinu var norski landkönnuðurinn Roald Ainundsen. Gerðist það 14. desember 1911. ★ Fyrir stríð kostaði símskeyti til New York í Bandaríkjunum kr. 2,51 fyrir hvert orð. ★ Ilraði liljóðsins í vatni mun vera 1.435 km. á sekúndu. ★ Arið 1906 mannfjöldi Reykjavík- ur 6682 manns. ★ Þegar klukkan er 12 á hádegi i Reykjavík, er hún 8 fyrir hádegi í New York en 10 e. h. í Japan. Frelsisstyttan í New York er 150 fet á hæð og hún vegur 225 smá- lestir. Andlitið er 10 fet á brcidd. Handleggurinn, sem lieldur á kyndl- inum, er 40 feta langur og 12 fet í unimál, þar sem liann er sverast- ur. — Bygging styttunnar stóð yfir í tvö ár. 4. júli 1884 var hún af- lient Bandaríkjunum í Paris. Næsta ár var hún tekin sundur og flutt til Bandarikjanna. Forseti Banda- ríkjanna, Grover Cleveland, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Banda- ríkjaþjóðarinnar 28. október 1886. ★ Hraði snigikins er að meðaltati 0.0015 metrar á sekúndu. — Hraði ljóssins er 300 millj. metrar á sek. Höfundur „Miinchhausens-sagn- anna“ vinsælu hét fullu nafni Karl Fredrich Hieronymus Freiherr von Munchhausen. Hann var fæddur 11. maí 1720 í Bodenwerder í Hann- over, og lézt þar 22. febrúar 1797. I’yrst munu sögur lians og „frá- sagnir“ hafa verið gefnar út í Ox- ford árið 1785. ★ Ikkaboð var íslenzkt karlmanns- nafn, sein til var fyrir mörgum árum. ★ „Gangur“ jarðarinnar í kringum sólina fer fram með 4 mílna hraða á sekúndu. ★ Talan trilljón —- þ. e. a. s. þús- und billjónir, er skrifuð svona: 1.000.000.000.000.000. ★ Fjarlægðin á milli sólarinnar og tunglsins er talin vera 20.666.800 mílur að meðaltali. ★ Svölur geta náð 150—200 km. braða á klukkustund. ★ Úr gömlu blaði frá árinu 1907: „Árdegis 1. aprílmánaðar 1905 var það hljóðbært um Reykjavíkurbæ að gull væri fundið hér í jörðu. Valnsleitarmenn, sem voru að bor- un i svokallaðri Vatnsmýri spölkorn sunnan við bæinn (Rvík) höfðu fengið gull í borana. Allir urðu gagnteknir af fregninni og ekki var uin annað talað i höfuðstaðnum lengi á eftir en gullið í Vatnsmýr- inni. Flestir fögnuðu því en nokkr- ir urðu íhyggjufullir, þeir vildu vera án gullsins til þess að losna við það böl, sem því er samfara . .“ ★ Filarnir, stærstu dýrin, sem lifa á landi, eru svo hræddir við mýs, að þeir nötra og skjálfa í hvert skrpti, er þeir koma auga á þær!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.