Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 7 vældi þá annar læknirinn til. „Það er þó alltaf betra en ekkert“. „Baðmull í eyrun. Er hann vitlaus! Á ég þá að líta út eins og eldgömul kerl- ing? Ég, konunglega hátignin, að liafa baðmull í eyrum! Hæ! Hefur nokkur heyrt annað eins! Burt með þig — si sona“. Og vesalings læknirinn fékk kon- unglegt spark í magann, svo að hann rauk aftur á bak og gat ekki af sér borið, og náði ekki andanum. I sömu andránni gekk drottningin inn. „Elsku, góði kóngmaður minn! Ég las fyrir skemmstu hið ágætasta læknisráð. Þú verður að leggja eittlivað við vangann á þér, sem getur „dregið“. Villtu ekki reyna að ganga með grautarbakstur. Það er sagt, að það sé hreint fyrirtak“. „Já, já, alltaf batnar, það verð ég að segja. Grautarbakstur þó! Almáttugur! Baðmull og grautarbakstur í eyrunum — við vangann. Tek ég kannske ekki nóg út? Eruð þið orðin vitlaus — si sona? Ha! Ég æði nú svona um gólfið, vesaling- urinn, og kvelst. Og svo er mér ráðlagl í ofanálag að leggja eitthvað við, sem dregur. Ég get næstum því hlegið — ha!“ Og hans konunglega hátign stikaði gólf- ið löngum skrefum, alveg viðþolslaus og frá sér með öllu. Og þarna stóðu svo allir ráðþrota með liendur spenntar á maga sér í kringum kóng og veltu þumalfingr- unum í sífellu. En allt til þessa hefur ekki verið minnzt á prinsessuna, kóngsdótturina, einu orði; en það getum við nú elcki geymt okkur öllu lengur. Því að kóngs- dóttirin var jafn greind sem liún var sæt og góð. Hún vissi svo ósköp vel, að þetta var í raun og veru ekki þess vert að gera Kóngsdóttirin kyssti á „feita“ vangann á hon- um. svo að small í. svona mikinn hávaða út úr því. Hún brosti því að öllum þessum gauragangi, en sneri sér auðvitað undan á meðan, til þess að hún særði engan. Og hún brosti svo yndislega, að því verður ekki með orðum lýst, og svo var liún fögur, að því verður ekki lýst heldur. Hún var Iiraust og heilsugóð og ljómaði öll af lífsgleði og sálarfjöri og nutu marg- ir góðs af því. Um hana mátti með sönnu segja, að hún væri hin mesta blómarós, enda sögðu það margir. Og svo var kóngsdóttirin líka sú eina, sem faðir hennar, gamli kóngurinn með tannkýlið, bar nokkra virðingu fyrir. Hún vissi nefnilega, hvað hún vildi. Það vissi enginn hinna. Þeir voru bara á hlaupum og hneigðu sig, sögðu já við öllu og voru lirákasleikjur. En hún gat leitt gamla kónginn eftir vild sinni. Þetta vissi hún svo ósköp vel, og þess vegna liafði hún ekki lagt neitt til málanna, enn sem kom-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.