Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 10
30 vesalings fátæki pilturinn. Hann var nú alveg búinn að gleyma öllum sulti, og ætldi nú um gólfið fram og aftur, svo að brakaði í hálffúnum gólffjölunum. En skyndilega nam hann staðar. Hvers vegna skyldi liann ekki hætta á það? Hann var þó hárviss um, að það sem hon- um hafði dottið í'hug, var hreint og beint snjallræði. Auðvitað var þetta hin mesta áhætta fyrir hann sjálfan. En hvað um það. Hann stóð einn uppi í lieiminum, livort sem var, og víst var um það, að enginn grét það, þó að illa færi fyrir hon- um. En þetta gat líka lánast vel — já, og þá hreppti hann kóngsdótturina. Kóngsdótturina! Já, ég hætti á það! Eg vil hætta á það. Sá hefur ekki, sem hættir ekki. Vogun vinnur, vogun tapar. Hann þvoði sér nú í snatri og fór í gamlan lóslitinn frakkagarm, sem frændi hans einn liafði gefið lionum, þegar liann átti að taka stúdentsprófið. Hreinan kraga var ekki um að tala; liann hafði ekki haft ráð á því lengi, lengi, að láta þvo og strjúka liálslín sitt. Stígvélin lians voru heldur ekki sem fínust. En látum nú gamminn geysa. Nú var honum ekkert að vanbúnaði. Hann setti upp liúfuna, alla fituga, og hljóp niður þrepin í einu hendingskasti. Allt fólkið í liúsinu þaut út við þennan undirgang. Svo hlammaðist hann brokk- andi út allar götur til hallar kóngs. Svo var mikið óðagotið á lionum, að hann rak um koll prest og herforingja, kerlingu og dáfríða yngismey, sem urðu á vegi hans. Hann kærði sig kollóttan um það. Það sem á reið fyrir honum var það, að enginn yrði fyrri til en hann. Og nú var hann kominn að hallardyr- LJÓSBERINN \ unum. Verðir kóngs gláptu á hann og dyravörðurinn spurði ruddalega: „Hvaða erindi skyldi liann eiga?‘ Já, hvorki meira né minna en það, að liann ætlaði sér að lækna kónginn! „Humm! Já. Það var nú ekki svo vit- laust. En annars var ekki útlit fyrir, að hann hefði mikið vit á því“. Jú, stúdentinn hélt því hiklaust fram að hann gæti það, ef sér væri bara leyfð innganga — því fyrr, því betra. Dyravörðurinn muldraði eitthvað í skeggið um óðagot og liávaða; en loks spurði hann, hver það væri, sem hann ætti að segja til. „Kirkjurotta stúdent“, svaraði stúdent- inn. „Fágætt nafn er það. Aldrei hef ég nú lieyrt það fyrri. Gakktu inn!“ sagði dyravörðurinn og fylgdi honum inn eftir hallargöngunum. Iljartað tók að berjast í brjósti stú- dentsins. Haún sá kóngsdótturinni bregða fyrir á bak við liurð, sem stóð í liálfa gátt, Þegar kóngur heyrði, að maður væri úti fyrir, sem ætlaði að lækna liann, þá setti hann upp kórónuna, tók veldissprot- ann sér í hönd og stakk ríkiseplinu und- ir hönd sér, stefndi síðan allri konungs- fjölskyldunni og öllum ráðherrunum á sinn fund, til þess að það skyldi vera sjónarvottar. Allt af leið kóngi jafnilla. Hann gekk friðlaus um gólfið með aðra höndina á „feita“ vanganum. „Gerið svo vel! Kom inn!“ stúdentinn gekk inn og leit á alla þessa tignu sveit með hjartslætti miklum. En lionum virt- ist kóngsdóttir kinka kolli til sín og þá óx honum aftur hugur.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.