Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 12
12 LJÓSBERINN eplið í þá þriðju, en um veldissprotann hélt hann dauðahaldi. Og allir hrópuðu einum munni: „Hjálpi oss!“ Það var kóngsdóttirin ein, sem sendi stúdentinum koss á fingri sér, sneri sér við og hláturinn sauð niðri í henni. Kóngur sat nú á gólfinu, lafmóður eft- ir allan veltinginn og hrækti og hrækti í ákafa. „Foj — tvoj! Eg verð — foj! — að segja — tvoj! foj! tvoj! tvoj! — ó, hvað mér létti við þetta! Þetta er svei mér ágætt ráð, þrátt fyrir allt — tvoj! Ráð- herra, færðu mér hrákabakkann“. „Komið með vatn!“ bauð stúdentinn. Og vatnið kom og kóngur skolaði inn- an á sér munninn. Og býlið var allt í burtu, og kóngur í sjöunda himni og var nú orðinn sama konunglega Ijúfmennið og áður. „Yðar hátign kennir þá ekkert til fram- ar?“ spurði stúdentinn. „Nei, hamingjunni sé lof! En hart var það meðan á því stóð — si sona“. „Þetta er nú að vera hagsýnn“, sagði stúdentinn. „Já, vissulega. Hagsýnir menn eru að mínu skapi. Ég held hér hundrað .... Jæja, en nú skulum við gera oss glaðan dag. Komdu nú, dóttir mín. Sko! þetta er þá hann, 6em á að verða maðurinn þinn. Lízt þér vel á liann?“ „Já, mér lízt ljómandi vel á hann, góði pabbi. Má ég kyssa hann?“ „Gerðu svo vel — eins marga kossa og þú vilt. Hann er að vísu ekki nema stúdent, en við hérna erum laus við alla hleypidóma og búum í menningarlandi. Kysstu hann bara, allt hvað af tekur — si sona“, „En drottningin mín góða, en hvað ég er orðinn svangur“. „Og ég líka“, sagði stúdentinn, „alveg er ég glorhungraður“. Nú var þá sezt að borði. Ég þarf nú varla að segja ykkur, að þarna var glatt á hjalla. Kóngur lék við livern sinn fing- ur, og stúdentinn og kóngsdóttirin réðu sér ekki fyrir fögnuði. Það var nú ekki látið lengi bíða með brúðkaupið. Stúdentinn lauk læknisprófi sínu, þó kóngur segði nú reyndar, að hann gæti læknað, þó að hann tæki ekki próf. Og er prófi var lokið, þá gerði kóng- ur hann að prinsi. Hvort hann varð kóngur, er mér ó- kunnugt, en ég held hann hafi orðið það. Jæja, þá veizt þú það, hvernig kóng- urinn losnaði við tannkýlið. Og fáir þú einhverntíma tannkýli, þá geturðu reynt að verða af með það „si sona“. „Dagdroppan“. B. J. þýddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.