Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 13 Sjá, ég stend við dyrnar. HrÍÐARVEÐRINU vaí slotað og sólin skein glatt á láð og lög. Eg bjóst til að ganga út mér til hressingar og ætlaði jafn- framt að ljúka nokkrum viðskiptaerind- um í bænum um leið. Sýningargluggar verzlananna voru smekklega skreyttir, en þó voru það gluggar listverzlunar einnar, sem sérstak- lega vöktu athygli mína. Ég staðnæmdist við þá um stund, nið- ursokkinn í að skoða myndir þær, er sýndar voru, og á meðan bar þar að þrjár litlar stúlkur á að gizka á aldrinum 7—8 ára. Þær voru auðsjáanlega á heimleið úr skóla, því að þær báru hver sína skóla- tösku í hendinni. „Nei, sjáið þið fallegu myndina hérna!“ sagði ein þeirra. „En þessi mynd er þó allra fallegust, þar sem frelsarinn stendur og ber á lok- aðar dyr“, sagði þá önnur. „Af hverju gerir hann það, María?“ sagði liin þriðja. „Hann getur þó kom- ist inn hvar sem hann vill“. „Nei“, svaraði hin. „Þetta eru hjarta- dyrnar, og ef maður vill ekki leyfa frels- aranum að koma þangað inn, þá kemst liann það ekki og verður oft að standa lengi og berja árangurslaust. Það segir liann pabbi minn“. „Hugsið ykkur, við eigum alveg eins mynd heima hjá okkur“, sagði hin þriöja, „en liún er miklu stærri og fallegri. Hún annna mín gaf pabba og mömmu hana í jólagjöf, og hún liefur liangið uppi í dagstofunni hjá okkur. En fyrir liálfum mánuði var afmælið lians pabba, og þá var lialdin veizla og mörgum boðið. All- ir veizlugestirnir komu í grímubúning- um og það var dansað alla nóttina. Þá var frelsaramyndin tekin af veggnum og látin upp á loft á meðan“. Svona héldu þær áfram að masa sam- an á heimleiðinni, en ég heyrði ekki meira af því, því að ég stóð einn eftir við glugg- ann og horfði á eftir þeim. Samtal þeirra liafði gefið mér ærið umhugsunarefni. Eru þeir ekki allmargir, sem setja frels- arann upp á loftið í margar stundir, daga, vikur og jafnvel enn lengur, af því að umhugsunin um hann er þeim óhentug og ógeðfelld, og návist lians kemur í bága við orð þeirra, athafnir og alla framkomu í eitt eða annað skipti. Má liann ekki knýja á oft og lengi hjá mörgu mannshjartanu, án þess að opn- að sé fyrir honum. Sannarlega er ekkert mannshjarta, sem hann ekki knýr á, seint og snemma, í von um að einhverntíma kunni að verða opnað. Opna þú á meðan enn er tími til.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.