Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 18
18 LJÓSBERINN En þú, sem átt af öllu nóg og aldrei þekktir nauS. Ég gef þér þessi gleðiljóð, en gefðu inér þá brauð. „Þennan söng syngur þú bezt“, sagði Vitalis. „Það er vegna þess, að þér fellur hann bezt“. „Eg vildi, að ég gæti sungið jafn vel og þér“, sagði ég. „Finnst þér ég syngja vel?“ spurði Vitalis. „Já“, svaraði ég. „Stundum langar mig til að lilæja, stundum til að gráta, en þá fer ég alltaf að hugsa um mömmu lieima“. Vitalis varð svo alvarlegur á svipinn, að ég spurði hann óttasleginn, livort hann væri reiður. „Nei, drengur minn“, svaraði Iiann og klappaði á kollinn á mér. „Ég er ekki reiður. Þvert á móti. Þú kemur mér til að minnast æsku minnar“, svaraði liann raunalega. „Ég, sem nú verð að ferðast um og syngja á strætum og gatnamótum, hef einu sinni sungið fyrir konunga og fursta“. „Fyrir konunga og fursta?“ ápurði ég undrandi. „Já, Remí“, liélt liann áfram. „Ég var einu sinni frægur söngvari. Ég gæti verið vel efnaður maður, hefði ég lifað skyn- samlega. Eg vann mér inn mikla peninga, en ég eyddi þeim jafn óðum, og þegar ég nokkrum árum síðar missti röddina, átti ég ekki eyri eftir. Ég vann fyrir mér sem söngkennari, en einnig það mistókst mér, og loks varð ég það, sem ég nú er: vesal- ings signor Vitalis, sem ferðast um og held hundasýningar. En tölum ekki meira um fortíðina. Áfram!“ Allt sumarið ferðuðumst við um í Suð- ur-Frakklandi og ég tók eftir, hversu góð áhrif hið heilnæma loftslag hafði á mig. Vitalis kenndi mér að synda í ánum og það varð mér til mikillar ánægju. Ég varð brátt duglegur sundmaður og við Bríó skemmtum okkur oft með því að synda kappsund. í októbermánuði komum við til Biarritz og þar vorum við liálft ár. Þar var baðstaður og fjöldi af efnuðu fólki eyðir vetrinum þar vegna liins milda loftslags. Sérstaklega voru þar margir Englendingar, og ensku börnin voru mjög þakklátir áhorfendur. Þeim leiddist aldr- ei að sjá hundana og Janko, og mörg þeirra gáfu okkur sælgæti og vildu mjög gjarnan tala við mig, en við skildum ekki livort annað, af því þau töluðu ensku en ég frönsku. Vitalis gat talað við þau, og einn daginn spurði liann, hvort mig lang- aði ekki til að læra ensku. Eg liafði mikla löngun til þess, en liafði ekki komið mér að því að biðja húsbónda minn að segja mér til, og auðvitað tók ég boði lians fegins liendi. Ég fékk enska lestrarbók, sem Vitalis keypti hjá manni, sem seldi gamlar bækur, og ég lærði brátt það mikið, að ég gat byrjað að tala ensku við börnin. Þau liöfðu gaman af að lieyra framburð minn, en Vitalis sagði, að ég skildi ekki kæra mig um það, en lialda áfram að tala við þau, og svo kæmi hitt af sjálfu sér. Þegar leið að vori og heitara varð í veðri, fóru baðgestirnir burtu. Þá var ekkert upp úr því að liafa að vera leng- ur í Biarritz, og umferðalíf okkar byrjaði að nýju. Nú stefndum við til norðurs. Það var ætlun húsbónda míns að ferðast um landið sumarið út, en liafa vetrardvöl í París. Þegar sá vetur væri á enda, ætl-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.