Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 22
22 an heim í sauðabyrgið á herðum sér með mikilli gleði og englar Guðs samfögnuðu honum. / \ Þá lagði liinn ungi maður kverið frá sér hljóður og innilega klökkur, kraup á kné og játaði syndir sínar fyrir Guði. Ó, hve hann hafði gengið á glapstigum! En þá sýndi andi Guðs' lionum kær- leika Krists og hið fullkomna endurlausn- arverk hans: „Hver sauður er hirðinum hjartakær, sem heiman að aldrci fer; en hinn er þó æ hans hjarta nær, ' sem hrjáður og týndur er: liann leggur í sölur líf og hlóð að lcita hann uppi á háskaslóð“. Þá lofaði hinn ungi maður Krist fyrir kærleika lians og veitti lionum viðtöku, sem frelsara sínum. Nú var honum þörf á lionum; það hafði liann ekki séð fyrri. Nú var honum gefinn réttur til að verða barn Guðs (Jóh. 1, 12); nú öðlaðist hann eilífa lífið fyrir Drottin Jesúm Krist; nú trúði liann á Drottin Jesúm sér til hjálp- ræðis. Nú varð gleði á himnum með engl- um Guðs, af því að týndur sauður var fundinn. Þá rættist það sem stendur í síðasta versinu í söngnum hans Sankeys: „Og loks cr lmnn sauðinn' hcimtan heim á herðum sér glaður ber, þá samfagna englar Guðs í geim: „Hinn glataði fundinn er!“ þá ómar af himinharpna klið sem hljómþungum margra vatna nið“. Vinur minn, þú, sem fer villur vegar. Jesús er líka að leita að þér í dag. Hann þekkir villuráf þitt og misgjörðir þínar. Þú getur ekki sagt frá neinu, sem hann þekkir ekki. En samt segir hann: „Kom- ið til mín!“ (Matt. 11,\28) og: „þann, sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka“. (Jóh. 6, 37). LJÓSBERINN Hvar áttu heima? Eftir gömlu kvœöi. EKKIR þú herra Rusta, hann bjó í Nöldurgötu. Hann var sínöldrandi og ó- ánægður með allt og alla. Ef súldarveð- ur-var og þoka, þá möglaði liann um það. Væri sólskin og liiti, þá var honum það ekki heldur að skapi. Aldrei var matur- inn eins og hann vildi liafa hann, brauð- ið var þurrt og hart, eggið fúlt og kjötið aldrei nógu meyrt. Ekkert var eins og það átti að vera lionum til handa. Verst af öllu var þó það, að konan og börnin þeirra fetuðu í fótspor lians. Þau nöldr- uðu öll saman. En nú gerðist undur mikið. Rusti sást á gangi á götunni glaður og ánægður. Hann var jafn brosandi og blíður, livort heldur það var regn eða sólskin, kalt eða heitt í veðri. Iíann var svo ljúfur í bragði, að menn dir^ðust að spyrja hvernig á þess- ari breytingu stæði. Þá svaraði Rusti: „Nú er ég fluttur og á nú góða daga. Ég komst að því, að það var óhollt að búa í Nöldurgötu. Þess vegna flutti ég yfir í Þakkarstræti. Þar er gott að búa, því máttu trúa“. Og síðan sagði hann: „Ég vildi óska, að allir sem eru nöld- ursamir og fýlulegir og gleðivana, vildu flytja yfir í Þakkarstrætið eins og ég“. Mia Hallesby. Þú ert týndur, þér er þörf á frelsara. Jesús einn getur frelsað þig, varðveitt þig og borið þig lxeim í byrgið. Far þú að orði hans, eins og þessi ungi maður, þá verð- ur þér eftir orði lians. (Lúk. 1, 38). Sá fær allt, sem trúna hefur. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.