Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN Þau skorti einmitt peninga til að geta keypt sér daglegt brauð. Guð ætti að geta hjálpað núna eins og þá. Þá fór Rósa litla að eins og drengur- inn, hann Hinrich. Hún kraup á kné og bað: „Kæri, góði Guð, þú, sem hjálpað- ir honum Hinrich Wichern og systkinum hans, hjálpaðu okkur nú líka! Láttu hann pabba minn fá atvinnu, því að þú sérð hve við eigum bágt! Góði Guð, hjálpaðu okkur nú fljótt! Amen". Mamma hennar var í eldhúsinu og af því að dyrnar á milli voru ekki vel aftur, komst hún ekki hjá að heyra bæn Rósu. Hún roðnaði af blygðun vegna þess, að hún minntist þess, að hún hafði einu sinni notað þessa leið, en nú hafði gremj- an útrýmt Guði úr hjarta hennar. Þögul barátta var nú háð þar og hún leiddi til sigurs. Guð fékk að nýju bústað í hjart- anu. Um miðdegisverðarleytið daginn eftir kom faðir Rósu hlaupandi upp tröpp- urnar og inn til þeirra. „Nú hefur þú fengið atvinnu, pabbi!" kallaði Rósa á móti honum fagnandi. „Hvernig veiztu það, telpa mín?" spurði hann undrandi. „Jú, ég bað Guð um það í gær, og nú se ég það á þér, pabbi", svaraði Rósa. Tár komu fram í augu hans og hann sagði: „Einkennilegt er þetta. Stórkaup- maðurinn, sem ég leitaði eftir atvinnu hjá 1 dag, sagði um leið og hann sá mig: Sjáið þér til, þér eruð maðurinn, sem mig dreymdi í nótt. Það eruð þá þér, sem eigið að verða nýi gjaldkerinn minn". Þá spenntu þau þrjú mannanna börn greipar og þökkuðu Guði í auðmjúkri LITLI DRENGURINN, SEM VARÐ LÆKNIR Hann Palli svo lipur var piltur og kær hjá pabba og mömmu hvern dag, og ætíð svo blíður og einlægur hlær, því allra hann bæta vill hag. Hann lærði að skrifa og lesa í bók og ljómandi vel honum gekk, með djörfung í huga þá drengurinn tók sín dæmi og rétt þau hann fékk. En léttur og glaður hann leikur sér þá í litla og indæla stund, svo kallar hann: „Pabbi, nú koma ég má í K.F. U. M. þar á fund. Nú syngja ég bráðum má sjálfur í kór, þá sér þú hve glaður ég er". Og Palli í hvelli svo prúður út fór, en pakka í hendinni ber. Því gleyma nú ekki má gjöfinni hér, sem Grímur hann átti að fá, sá vinurinn beztur af vinunum er og vill honum kærleika ljá. Svo árunúm fjölgar. Páll orðinn er stór og elskar Guðs heilaga mál, en menntaveg ágætau maðurinn fór og mikil á gæði í sál. Þá framtíðarstöðu með fagnandi önd hann finnur í Guðs barna hjörð, og horfir svo út yfir heiðingja lönd og hlýðir Guðs kalli á jörð. Sem læknir og trúboði ljúfur og kær þá líknað hann getur í neyð, hann treystir á Drottinn og takmarki nær, svo trúr hér um ævinnar skeið. Margrét ]ónsdóttir frá Búrfelli. bæn, honum, sem heyrir bænir og sendir hjálp sína á réttum tíma. Barnavannen. — Sj.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.