Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 6
6 LJÓSBERINN Kristinn hjá Fræðara: Frekja og Biðlund ÚR „FÖR PÍLAGRÍMSINS11 Nú þótti mér Fræðari taka í hönd Kristni og fara með hann inn í herbergi eitt lítið. Þar sátu tvö börn, sitt á livor- um stól. Eldra barnið liét Frekja, en hið yngra Þolinmó'Sur. Frekja var næsta súr á svipinn, en Þolinmóður ógn liægur og stilltur. Þá spurði Kristinn: „Hvers vegna ligg- ur svona illa á Frekju?“ „Það kemur til af því að fóstri þeirra vill að þau bíði beztu gjafanna, þangað til eftir nýárið, Frekja vill fá þær undir eins, en Þolinmóður er fús til að bíða“. Nú sá ég að maður kom til Frekju og færði henni fullan sekk af dýrindis grip- um og hellti úr lionum fyrir fætur henni. Frekja þreif þær upp og var hin glaðasta og hældist um og hló að Þolinmóði. En er ég liafði horft á liana litla stund, þá var hún búin að skutla öllu í ýmsar áttir, svo að ekki voru nema druslur eftir. Þá mælti Kristinn við Fræðara: „Skýrðu þessa sýn fyrir mér“. Þá mælti Fræðari: „Þessi börn eru tvær óeiginlegar mynd- ir. Frekja á að tákna börn þessa heims, en Þolinmóður börn hins komanda lieims. En þú sér af líkingunni, að Frekja vill fá allar góðu gjafirnar á þessu ári, eða með öðrum orðum: í þessum heimi; eins er því farið um börn þessa heims; þau vilja hljóta allar gjafir sínar í þessu lífi; þau geta ekki beðið til næsta árs, eða til þess er næsti heimur tekur við, eftir gæð- um sínum. Máltækið gamla: „Betri er einn fugl í hendinni en tveir á þakinu“ er í miklu meiri metum hjá þeim en allir vitnisburðir Guðs mn gæði annars lieims. En eins og þú sást Frekju sólunda öllu á einu augabragði, svo ekki varð eftir nema druslur einar af öllum hennar gæð- um. Svo mun og fara fyrir öllum sams konar mönnum við lok þessa heims. Þá mælti Kristinn-: „Nú sé ég, að Þolinmóður er vitrari en Frekja og það af mörgum ástæðum. Því að bæði bíður liann rólegur eftir liinurn beztu gjöfum og svo nýtur liann dýrðar sinnar, en Frekja verður að sitja að úrganginum einum, sem ekkert gagn r(,(. er 1 . „Já, og svo verður þú að bæta því við, að dýrð hins komanda heims er eilíf, en glys þessa heims hverfur skjótt. Frekja liafði því ekki eins gilda ástæðu til að hlæja að Þolinmóði, þótt hún fengi sín- ar beztu gjafir fyrr, eins og Þolinmóður mun liafa til að hlæja að Frekju, þegar hann fær sín gæði síðar. Því að það, sern fyrr kemur, verður að rýma fyrir því, sem á eftir fer, því að það, sem síðast kemur, þarf ekki að rýma fyrir neinu öðru, því að þar fer ekkert á eftir. Sá, sem því fær sinn hluta afmældan fyrst lilýtur að liafa tíma til að eyða honum; en sá, sem öðl- ast sinn hlut síðast, lilýtur að njóta hans um eilífð alla. Þess vegna sagði Abraham við ríka manninn: „Þú ldauzt þín gæði, meðan þú lifðir og Lazarus á sama hátt sitt böl; þess vegna verður hann nú huggaður, en þú kvelst“. (Lúk. 16, 25).

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.