Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN Gölluðu Mmerkin Eimlestin blés og þaut af stað. Jens teygði sig út um gluggann. „Vertu sæl, mamma", hrópaði , hann og veifaði með húfunni. ~"Q'" Móðír hans, sem stóð á stöðvar- pallinum, brosti. „Vertu sæll, Jens", sagði hún, „góða ferð, og mundu nú að skrifa mér á hverjum degi". „pað skal ég muna. Vertu sæl, vertu sæl!" Hávaðinn í lestinni var svo mikíll, að orðin drukknuðu. Vagnarnir hlykkj* uðust eins og höggormar eftir teinunum af stöðinni í Stokkhólmi. Það leið ekki á löngu, þar til frú Lund sá ekki neitt nema húfu sonar síns. Hún lagði af stað heim aftur. „Nú er ég alein eftir", hugs- aði hún, „en Jens er góður drengur, og hann skrifar víst á hverjum degi". Frú Lund var ný orðin ekkja og var fátæk. Þá sagði Kristinn: „Nú sé ég það, að betra er að bíða kom- andi dýrðar en að girnast gæði þessa heims". Þá mælti Fræðari: „Þú hefur rétt fyrir þér, því að það, sem sést, er stundlegt en hið ósýnilega er eilíft. (2. Kor. 2, 18). En gæta verður þii þess, að sýnilegu hlutirnir og holdlegt hugarfar vort er svo náið hvort öðru og hið ósýnilega og eilífa svo fjarstætt voru holdlega hugarfari, að hið sýnilega verð- ur oss kært en hið ósýnilega og eilífa fjarstætt oss, eins og raun verður á". ætti betra með að vinna fyrir Jens. En það kostaði mik- íð að byrja og hún átti ekkert til. Nú vann hún fyrir sér með saumaskap og þegar bróðir hennar, sem átti heima í Norður-Svíþjóð bauð Jens heim til sín í sumarleyfinu, þáði hún heimboðið. Raunar mundi hún sakna sonar síns. Það vissi hún, en hann mundi hafa gagn af ferðinni, og hún gat sparað ofurlítið sam- an, því að Jens þurfti mat sinn, og allt var svo dýrt. Um þetta hugsaði frú Lund á leiðinni heim til sín, og Jens hugsaði líka um það sama, svona til að byrja með, en ekki leið á löngu áður en hann gleymdi öllum áhyggjum, því það var margt, sem fyrir augun bar. Móðurbróðir hans tók vel á móti hon- um. Hann var bóndi, og Jens hafði margt að sjá. Allir voru góðir og glaðir, og þetta var hátíð fyrir borgardrenginn. En þó dagarnir liðu í leik og glaumi, þá gleymdi Jens ekki mömmu sinni. Þó að langt væri til pósthússins, fór Jens þangað á hverj- um degi með bréf, og í því voru allar f rétt- ir, sem Jens gat til tínt. Póstafgreiðslu-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.