Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 8
8 LJÓSBERINN maðurinn tók alltaf vel á móti hon- um. „Jæja, góðan daginn, Jens. Nú, þú ætl- ar auðvitað að kaupa 72-aura frímerki". Jens ætlaði að kaupa frímerki, og á meðan hann var að líma það á bréfið, var afgreiðslumaðurinn að rabba við hann um alla heim og geim. Það varleið- indaveður í nokkra daga, en Jens fór samt með bréfið sitt eins og hann haf ði lof- að mömmu sinni. Jens fékk rauð 25- aura frímerki, sem búið var að breyta í 12-aura frímerki. Póstafgreiðslumaður- inn sagði, að það væri vegna stríðsins. Burðargjaldið hafði hækkað úr 10 aur- um í 12-aura. Og svo höfðu þeir prent- að yfir 25-aura frímerkin gömlu, því í þeirra stað komu 30-aura frímerki. En daginn áður en Jens fór heim til sín, gat hann ekki fengið tólf aura frí- merki. „Veiztu nú hvað, Jens minn", sagði afgreiðslumaðurinn, „þeir hafa nú tekið eftir því í höfuðsstaðnum, að allar gömlu frímerkjaarkirnar, sem þeir sendu hing- að eru gallaðar. Tölustafirnir standa á höfði. Eg hef orðið að senda öll frímerk- in aftur og nú bíð ég eftir nýjum. En það undarlega er, að ég hef aðeins selt 30 af þessum gölluðu frímerkjum, og þú hefur keypt þau öll. Ef hún mamma þín hefur geymt bréfin eru frímerkin áreið- anlega mikils virði. Segðu henni það, þegar þú kemur heim". „Já, það skal ég víst gera", svaráði Jens. Hann fékk tólf 1-eyrings frímerki á bréf- ið sitt. Auðvitað var frú Lund á járnbrautar- stöðinni, þegar hann kom heim aftur, og mikill var fögnuður þeirra beggja. „Hefur þú geymt nokkuð af bréfunum mínum, mamma?" sagði Jens á heimleið- inni. „Já, auðvitað", sagði frú Lund og brosti, „ég hef geymt þau öll. Þú varst vænn að skrifa mér á hverjum degi". „Póstafgreiðslumaðurinn sagði, að frí- mei-kin væru verðmæt. Þau eru gólluð", sagði Jens. „Notuð frímerki eru varla mikils virði", sagði mamma hans, „en það er dýrmætt, að þú ert kominn heim aftur. Og ég sé, að þér hefur liðið vel". En frú Lund hafði skjátlast, þegar hún hélt, að notuð frímerki væru einskis virði. Frímerkjasafnari einn hafði frétt um gölluðu frímerkin, og hann kom einn dag heim til frú Lund. „Eg skal borga yður 200 kr. fyrir hvert einasta frímerki", sagði hann. Frú Lund fórnaði upp höndunum. „Gangið þér að því?" spurði maður- inn. Já, auðvitað gerði hún það. Frímerkja- safnarinn fékk öll umslögin utan af bréf- unum hans Jens, og þau voru þrjátíu að tölu, og frú Lund fékk 6000 krónur. „Nú getur þú keypt búðina, mamma", sagði Jens fagnandi. „Og það er þér að þakka, drengurinn inn", sagði hún, „ef þú hefðir gleymt að skrifa ..." „Maður gleymir aldrei að skrifa mömmu sinni", sagði Jens. Þessi saga er sönn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.