Ljósberinn - 01.01.1946, Síða 10

Ljósberinn - 01.01.1946, Síða 10
10 LJÓSBERINN L MarkáSsdagui' í heimsborg. ÁriS 1865 var stór, auð landspilda, er nefndist Stephney-völlurinn, á þeim stað í London, þar sem Stjórnarskurðurinn tengdist Thems-ánni. Völlur þessi náði alveg niður að ánni. Þarna á milli London- og West-Indía-skipakvínna, fátækrahverf- isins í Eastend og kínverska borgarhlut- ans Limehouse skeðu daglega ævintýra- legustu viðburðir. Fyrstu einkenni dagsins urðu tæplega greind í austri, þegar Stephney-völlurinn fylltist af hávaðagjörnu og erilsömu fólki. Frá nærliggjandi götum komu skröltandi kerrur og vagnar inn á völlinn. Tjöldum og litlum tréskúrum var komið fyrir á furðu skömmum tíma, en þess ber að geta, að þetta var dagleg iðja. Við hafn- arbakkann var líka erill og önn. Hver fiskibáturinn af öðrum lagðist upp að. Ekki leið á löngu, unz bátarnir urðu svo margir, að þeir komust ekki fyrir við hafnarbakkann. Þeir, sem þannig var ástatt fyrir, lögðust upp að síðu náung- aíis. Bjóðum og körfum fullum af margs konar fiski var hent upp á bakkann. Uppskipunin fór ekki hávaðalaust fram. Samtöl manna í gamni og alvöru ásamt margs konar hrópum og köllum blandaðist saman í einn graut og mynd- aði hin ferlegustu óhljóð. Fiskurinn lá ekki lengi á liafnarbakk- anum. Hafnarverkamenn í stórum tré- klossum fluttu bjóðin og körfurnar áleið- is til torgsölustaðanna, þar sem neytend- urnir keyþtu fiskinn. Hópur af máfum sveif stöðugt yfir markaðsstaðnum og gripu þeir hvert tæki- færi, er gafst, til gripdeilda. Nokkru áður en stóra klukkan í St. Stephens kirkju sló fimm, var fiskimark- aðurinn byrjaður. Fyrir liádegi urðu fiskikaupmennirn- ir að yfirgefa markaðsstaðina. Bátarnir sigldu frá hafnarbakkanum til fiskjar á ný út í Flensborgarmynnið eða skipa- skurðinn. En það færðist samt ekki ró yfir staðinn. Aðrir kaupmenn komu með ódæmi af liinum ólíkasta varningi. Þang- að var t. d. komið með appelsínur, sítrón- ur, lauk, salt, kjöt, alifugla, gamla vefn- aðarvöru og annan áþekkan varning. Ilróp og skvaldur á öllum tungumálum heims heyrðist allan daginn. Niður Stjórn- arskurðinn sigldu vöruflutningapramm- arnir. Flestir voru fullfermdir af kolum, en einnig voru margir með lifandi naut-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.