Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 12
12 LJÓSBERINN ÓJirein liönd þuklaði um ólireinan vasa og dró fram bauðskorpu, sem skipti um eiganda. Jim skreið áfram í þá átt, sem Robert eða Rob, eins og bann var kallaður, liafði sagt honum að lialda. Hann var heppnari, en búast mátti við, því áð allt í einu cíatt hann niður á milli nokkurra mjúkra poka. Á hverju ári var sent frá Englandi allmikið af gömlum, notuðum fötum til nýlendnanna, einkum til negraríkjanna í Vestur-Afríku. Svertingjarnir litu föt þessi liýrum augum. Margir gatslitnir jakkar höfðu klætt sjálfa svertingjaliöfð- ingjana. Það var einmitt slíkur varning- ur, sem Jim Jarvis rakst á þarna í myrkr- inu. Það liðu ekki margar mínútur, unz Jim hafði með snörum liandtökum hreiðr- að þægilega um sig á milli pokanna. Og hann sofnaði hrátt. Skorkvikindin, er ski’iðu um allan líkama hans og,bitu liann með stingandi trjónum, spilltu ekki svefni hans. Síðustu hugsanir Jims, áður en hann sofnaði voru um „Bobby“, lögregluþjón- inn. Bara hin góða dís, sem gætir og vak- ir yfir börnunum á meðan þau sofa, léti nú „Bobby“ ekki vera á vakki í kringum vöruhlaðana á markaðstorginu. En vöru- hlaðinn var svefnstaður minnsta kosti tuttugu fátækra götudréngja, „götuflakk- ara“, sem flakka um án þess að eiga nokk- urn samastað, eins og dýr merkurinnar. III. Jim grunaður um þjófnað. Börn götunnar verða að fara snemma á fætur á morgnana. Þau verða að halda á burt úr grænu grasinu í skemmtigröð- unum áður en bjart er orðið. Þau verða að flýja hraða bekkina á torgunum, áður en „Bobby“ leggur fyrir þau nærgöng- ular spurningar. Og þau verða að vera horfin úr notalegum svefnstöðum á milli kassa og poka, áður en verkamennirnir byrja á vinnu sinni. Þetta er hart að- göngu, ekki sízt fyrir lítinn snáða eins og Jim, sem ætti að fá að sofa fram eít- ir á morgnana. En til allrar hamingju þekkti hann ekki þvílíkan munað. Þegar Robert ýtti við honum um fjögurleytið morguninn eftir, vaknaði liann samstund- is. Það var meira að segja með töluverðri tilhlökkun og eftirvæntingu, að hann læddist burtu frá vöruhlaðanum þennan morgun. Það beið lians dálítið, dálítið, sem átti helzt að heppnast. Hann ætlaði að finna Jane frænku. Jane Hollister liafði verið bezta vin- kona móður lians. Sjálfur þekkti liann Iiana ekkert. En þegar móðir lians veikt- ist og var flutt á sjúkrahúsið, þá ræddi hún oft við hann um þann dásamlega tíma bernsku sinnar, er hún átti lieima í Stratford-on-Avon., Hún minntist á ið- græna og myrka skóga, fögur angandi blóm og ilmandi grænt hey. Allt voru þetta lilutir álíka ævintýralegir og ótrú- legir fyrir lkinn stórborgardreng og töfra- veröldin í liellum Aladdíns er fyrir okk- ur. En mest hafði hans ástfólgna móðir sagt lionum frá Jane Iíollister. Jane var eins góð og falleg og yndisleg ævintýra- dís. Það seinasta, sem mamma hafði livísl- að að honum, áður en hún dó, var ein- mitt um Jane, að hún ætti heima í Steph- ney og liann skyldi heimsækja liana. En svo var hann settur á munaðarleysingja-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.