Ljósberinn - 01.01.1946, Síða 13

Ljósberinn - 01.01.1946, Síða 13
LJÓSBERINN hæliS og síðan — já, liann ætlaði að lilaupa til Jane frænku og segja lienni að liann hafi strokið af hælinu. Nei, hann ætlaði ekki að segja henni frá því. Það gat hugsazt að lians yrði leitað ein- mitt þar, en á munaðarleysingjahælið vildi hann aldrei framar koma. Annars var nú liðinn svo langur lími frá því hann strauk, að það var víst engin liætta á því, að hans væri lengur saknað. Jim og Rob röltu meðfram liafnar- bakkanum og íhuguðu hvernig heppileg- ast myndi að liaga leitinni að Jane frænku. Sólin var að koma upp. Siglutré skipanna köstuðu löngum skuggum upp á liafnar- bakkann. Frá kamínu í sænskri skonn- ortu steig reykjarmökkur upp í loftið. Ilressandi kaffiilmur barst að vitum þeirra Jims og Robs og kom görnunum í þeim til að gaula af sulti. Maðurinn, sem seldi kræklinginn, var að koma bátnum sínum fyrir við brúna, sem lá yfir Stjórnarskurðinn. Þegar dreng- irnir voru verulega hungraðir og áttu lítið af peúingum, voru þeir vanir að verzla við kræklingakaupmanninn. Ileit- ur kræklingur ásamt stórri kartöflu, eru hreinustu kræsingar fyrir fátækan, solt- inn dreng. Vissi kræklingakaupmaður- inn, hvar Jane Hollister átti lieima? Nei, lmn var ekki viðskiptavinur lians, þeir gætu reynt að spyrja lögregluþjón- inn uppi á horninu. Hann vissi það áreiðanlega. Það þurfti hugrekki til þess að ávarpa tröllvaxinn lögregluþjón. Drengirnir gengu mörgum sinnum fram hjá lögreglu- þjóninum, án þess að þora að tala við hann, en þegar þeir heyrðu, að „Bobby“ raulaði fyrir munni sér: „Ástin mín . . .“ Í3 og virtist vera í bezta skapi, herti Rob sig upp og gekk til hans. Lögregluþjónn- inn leit á þennan tötralega klædda snáða, er í auðmýkt þvældi húfunni á milli handa sinna. Nei, — hann vissi ekki til að neinri með þessu nafni byggi hér í grenndinni. Jane Hollister . . . Hollister . . . Nei, haná þekkti hann ekki. Fólkið hér í Steph- ney var líka eins og síld í tunnu. Þeir gætu reynt að spyrja veitingamanninn í „Hirtinum“. Hann þekkti býsna marga. Hann var líka fæddur í hverfinu. Já, hann væri áreiðanlega sá, er gæti gefið upplýsingar um konuna. En veitingamaðurinn í „Hirtinum“ gat engar upplýsingar gefið. Hann klóraði sér í höfðinu og fór fram í eldhús að spyrja kellu sína, en hún var jafn fáfróð hon- um. Þá þuldi hann upp runu af kvenna- nöfnum, sem drengirnir könnuðust ekk- ert við. Að lokum gaf hann þeiin það ráð, að þeir skyldu spyrja hjálpræðis- hermanninn, sem var vanur að litbýta smáritum í veitingahúsinu. Það leit út fyrir, að það væri óraleið til Jane frænku. Um hádegið gafst Rob upp. Hann varð að selja eldspýtur á göt- unum, ef liann átti ekki að vera hungr- aður í allan dag. Aftur á móti hélt Jim áfram leitinni. IJann skyldi finna Jane frænku. Hann gekk hverja götuna af annarri. Hann spurði börnin og götusal- ana alltaf að sömu spurningunni. En um kvöhlið var liann jafnnær og um morg- uninn. Heppnin hafði þó ekki með öllu snúið við honum bakinu. Hjálpræðisher- maðurinn kenndi í brjósti um liann og gaf honum nokkra aura. Nú sat hann á bekk í garði einum og gæddi sér á brauðsneið

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.