Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN 15 væri að vega það með sér, hvort liann ætti að ávarpa stúlkuna. Og stúlkan varð sýnilega móðguð, þegar hann virti hana ekki viðlits, lieldur gekk áfram í áttina að bekknum, er Jim sat á. Páfagaukurinn sat nú á öðru hné Jirns. Þegar hann kom auga á manninn, skrækti hann: „Gaulcsa langar í sykur. Gauksa langar í sykur“. „Ert þú búktalari, drengur?“ „Nei — það er páfagaukinn, sem lang- ar í sykur“. „Hvar hefur þú hnuplað honum?“ „Ég hef ekki hnuplað honum, liann flaug hingað til mín“. „Það er undarlegt. Mér virðist ég þekkja líann. IJeyrðu, drengur! Ertu ekki að skrökva? Þú skalt svei mér fá mak- lega ráðningu“. „Guð varðveiti drottninguna!“ skrækti gauski. „Vissi ég ekki, ég þekki fuglinn. Það er aðeins einn páfagaukur í ölhun heim- inum, sem kann að segja þessi orð. Heyrou náungi. Þú liefur hnuplað páfa- gauknum liennar Hollisters. Þú skalt vissulega fá ráðningu“. „En ég hef ekki stolið honum. Hann sat þarna á staurnum og flaug hingað til mín“. „Jæja, það ér nú gott og blessað, en þú verður nú samt að koma með mér. Við skulum spyrja eigandann um þetta. Komdu nú!“ Það var engin leið lil undankomu. Jim skildi að liann varð að hlýða. Hann tók varlega utan um páfagaukinn og stakk honuni inn undir lafið á jakkanum sín- úm. Síðan stóð hann upp. „Þú kremur hann ekki?“ „Nei, en ég hef ekki stolið honum“. „Við fáum úr því skorið innan skamms“. Barnfóstran leit undrandi á þá, er þeir gengu fram hjá. Sjómaðurinn liafði tek- ið yfir um hálsinn á Jim, eins og hann væri livolpur. Drengnum fannst hann vera sakamaður, sem verið væri að flytja í fangelsi. Þeir gengu eftir þvergötu, sneru síð- an inn á mjög þröngan og mjóan stíg með óhreinum húsagörðum til beggja liliða. Að lokum stanzaði maðurinn og sleppti takinu á Jim. „Nú förum við liérna inn og þá mun þáð koma í ljós, hvort þú liefur hnuplað páfagauknum eða ekki. Hafir þú hnupl- að honum muntu fá ósvikna ráðningu“. Jim fór að snökta. Þetta voru alls ekki skemmtilegar kringumstæður. Hvernig átti hann að sanna það, að hann liefði ekki stolið fuglinum? Það virtist með öllu vonlaust. Skælurnar gerðu hann ennþá óhreinni í framan en ella. Húsagarðarnir í fátækrahverfinu Step- liney voru þeir ömurlegustu, sem liækt er að hugsa sér. Þar var eilíf forsæla, jafnvel um hásumarið. Sæi maður yfir hverfið, t. d. ofan úr turni, líktist það óendanlegum röðum af litlum, svörtum, skældum kössum, en um- hverfis þá voru haugar af margs konar skrani. Sorpílátin, sem bæði voru lítil og götótt, voru yfirfull og lagði frá þeim megna fýlu langar leiðir. Staður þessi var regluleg paradís rott- anna. Þær voru alls staðar. En um dá- semdir sorpílátanna áttu þær í eilífum erjum við börnin. Gangurinn, sem þeir komu inn í, sjó-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.