Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 16
16 LJÓSBERINN maðurinn og Jim Jarvis, var þröngur og á móti þeim lagði ýldulykt eins og af úldnum fiski. Handriðið utan um stig- ann var svo hrörlegt, að það var hættulegt að styðja sig við það. Stórt gat var á einu stigaþrepinu og Jim hrasaði um það í myrkrinu^ en sjómaðurinn kippti í jakk- ann hans og varði hann falli. Loks námu þeir staðar fyrir framan eina af hinum mörgu hurðum. Sjómaðurinn barði. Það heyrðist fótatak fyrir innan. Hurð- in opnaðist í hálfa gátt og höfuð gægðist fram í gættina. „Opnaðu hurðina, Jane. Það er bara hann Anthony og lítill náungi, sem vilL gjarnan tala við þig". Áður en dyrnar opnuðust að fullu, var Jim Ijóst það furðuverk, sem hér var að gerast. Hann hafði verið .allan daginn að leita að Jane Hollister, en stóð nú fyrir framan íbúð hennar, grunaður um þjófnað. Harin herti upp hugann, mjak- aði sér fram fyrir Anthony og sagði ákveð- inn: „Ég tók hann ekki. Hann flaug til mín, ég stal honum ekki. Ef þér heitið Jane Hollister, þá hef ég verið að leita að yður í allan dag". Jane horfði undrandi á hann og því næst á Anthony. „Hvað segir drengurinn? Komið inn og útskýrið þetta fyrir mér. Hverju hef- ur þú ekki stolið og hvers vegna hefur þú leitað að mér? Hvað heitir þú?" „Ég stal ekki páfagauknum". Jim rétti henni fuglinn. Gauksi, sem hingað til hafði ekki hreyft sig, hallaði nú höfðinu og skrækti: „Guð varðveiti drottninguna. Gauksa langar í sykur". „Nú, þarna ertu þá, þrjóturinn þinn. Hvar hefur þú verið? Ég hef verið á hlaupum hálfan daginn að leita að þér. Áttu við að þú hafir ekki stolið fuglinum? Það er víst áreiðanlega satt. Hann fer oft í smáferðalög, en skilar sér alltaf aftur. Eh í dag var ég bara orðin hrædd um hann. Það endar með því að kótturinn nær þér fyrr eða seinna, óþokkinn þinn". „Jæja", sagði Anthony, „þú hlýtur þá enga ráðningu að þessu sinni. En hvað áttu við með því, að þú hafir verið í allan dag að leita að Jane Hollister?" „Ég heiti Jim Jarvis, og mamma sagði, að þyrfti ég á hjálp að halda, skyldi ég hafa upp á Jane frænku". „Drottinn minn!" sagði Jane og fórn-, aði upp höndum. „Hvað segirðu? Ertu sonur Dorothy Jarvis? Hvar er móðir þín?" „Mamma er dáin". „Nú er bezt að ég fari", sagði Anthony. „Nei, Anthony, bíddu dálítið. Eg verð að komast til botns í þessu. Setztu nú nið- ur, drengur minn, og segðu mér sögu þína. Hjá hverjum hefur þú verið?" Jim hóf sögu sína, í fyrstu nokkuð hik- andi og samhengislaust. Hann sagði frá dauða móður sinnar á sjúkrahúsinu, frá veru sinni á munaðarleysingjahælinu og flóttanum þaðan, og að lokum frá flakk- inu á götunni og baráttunni þar gegn hungri og kulda. Anthony sat þögull og virti piltinn fyrir sér á meðan á frásögn- inni stóð. „Eg þekki til alls þessa, er þú hefur orðið að þola, drengur minn. Það eru bit- ur kjör, víst eru þau það. En það var þó heppilegt að ég rakst á þig í skemmtigarð- inum og tók þig með mér, þó að ég vissu-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.