Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 17 lega liefði mesta löngun til þess að gefa þér væna ráðningu, þegar ég sá þig sitja með páfagaukinn hennar Jane á hnénu. Sé það satt, sem þú segir, og um það get- ur Jane dæmt, þá skal ég gjarnan rétta þér hjálparliönd, þegar ég er í landi“. „Þakka þér fyrir, Anthony“, sagði Jane. „Það mun ekki veita af því, að við hjálpum lionum bæði eftir beztu getu. Settu þig nú niður, ég ætla að liita tesopa“. „Ágætt, þú hitar tevatn, en á meðan sæki ég mat í búrið“, sagði Antliony. Á meðan Jane hitaði undir katlinum hafði Jim nægan tíma til þess að líta í kringum sig. Jane frænka hafði herbergi út af fyrir sig. Það var fátítt í Stepliney. Fólk var þar svo fátækt, að það varð jafnan að hírast margt saman í hverri herbergiskompu. Herbergi Janes var þokkalegt. Það var hæði svefnherbergi, eldhús, dagstofa og borðstofa, en Jane hafði komið öllu mjög haganlega fyrir, sem í herberginu var. í glugganum var jurt með ljómandi falleg- um rauðum blómum, þar var áreiðan- lega eina inniblómið í þessu liúsi. Hjá glugganum hékk búr páfagauksins. Gauksi var nú sofnaður. Jane hafði kast- að svörtu teppi yfir liann, og þá liugði hann að komin væri nótt. Á veggnum hékk lítil bókahilla með nokkrum bók- um, er báru þess merki að vera mikið lesnar. Á borði, sem bar skjannahvítan, útsaumaðan dúk, var mynd af lítilli stúlku uieð sítt hár, og karlmannlegum sjóliða. Framh. SKRÍTLUR Mjög feiminn mað'ur sat einu siuui að borðum með mörgu fólki. Þegar tekið var að snæða, herti hann loks upp huganu og ávarpaði sessunaut sinn og sagði: „Hver er þessi ljóti maður, þarna við hinn horðs- endann?“ „Það er hróðir minn“, var honmn svarað. „Ó, fyrirgefið þér, mikill hjáni er ég annars“, sagði sá feimni. „Eg hefði þó átt að sjá ættarmótið“. Árni: „Sæll vertu, Bjarni minn. Ég hef heyrt, að þú ætlir að fara að gifta þig“. Bjarni: „Já, ég var tekinn til hæna í fyrsta sinn í gær“. Árni: „Hvað ertu að segja, maður? Þú hefur lík- lega átt við það, að það hafi verið lýst með þér“. Bjarni: „Já, það var nú það, sem ég meinti, þó að það kæmi svona út úr mér“. Prestur (er að halda líkræðu): „Nú getum við, vinir og ætlingjar hins framliðna, liuggað okkur við það, að hann er kominn til hetri heimkynna og — Ekkjan (grípur fram í): „Hvað eruð þér nú að segja, prestur minn? Betri heimkynna? Var ekki heim- ilið okkar alltaf fyrirmyndarheimili og fullgott handa honum. Neitið þér því, ef þér þorið. Iri mætti á götu lögregluþjóni, sem veifaði barefli í hendi sér. „Hvað er klukkan?" spurði írinn. Lögregluþjónninn lamdi hareflinu í höfuð honunt og sagði: „Hún sló eitt rétt í þessu“. „Hamingjunni sé lof fyrir að ég kom eldki einni stundu fyrr“, varð íranum að orði. Maður nokkur, sem ekki hafði tnikil ráð á heimili sínu fékk heimboð frá nágranna sfnum, þar sem hann bauð honum og öllu fólki hans. Endaði boðsbréifð á þessuin orðum: „Láttu mig vita, hve mörg þið komið“. Maðurinn settist niður og skrifaði þakkarbréf og endaði á þessum orðuin: „Við komum 110“. Næsta morgun var liringt í síma og spurl með önd- ina í hálsinuin: „Ilvernig á ég að skilja það, að þið ætlið að koma 110?“ „Ja, fyrst kemur nú konan mín og hún er 1“. „Já, og svo?“ „Svo kemur hún tengdainóðir mín og hún er líka 1“. „Já, ég skil það“. „Og svo kein ég sjálfur og ég er hara 0 hjá þeim“. Manninum í sumanum létti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.