Ljósberinn - 01.01.1946, Side 18

Ljósberinn - 01.01.1946, Side 18
18 LJÓSBERININ Keinur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár- gangurinn kostar 10 krónur. — Gjalddagi er 15 apríl. Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Bergstaðastríeti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: LJÓSBERINN, Pósthólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastr. 27. 1 Camden í New Jersey í Baudaríkjunum eru fram- leiddar smásjár, sem stækka frá 10 þús. til 30 þúsund sinnum, og taka svo skýrar myndir, að liægt er að stækka þær svo að þær verði 100—200 þús. sinn- umum stærri en í verunni. Talið er, að I Ameríku sé einn hjónaskilnaður á móti hverjum 5—6 hjónavígslum. 1 Minnisotaháskólanum, sem er næst stærsti háskóli Bandarikjanna, eru skráðir 15.000 stúdentar, og starfa þar 1000 kennarar. Fjárlög skólans eru næstum því 5 sinnum hærri en fjárlög íslenzka ríkisins! Finnland er oft nefnt „þúsund-vatna-landið“. í rannsóknum, sem fram hafa farið fyrir skömmu í Harvard-stjörnuturninum, þykjast vísindamenn hafa komizt að raun um að 60 km. út frá jörðinni sé um 100 stiga hiti á Celsius. í 110 km. fjarlægð eru aftur á móti ekki nema 20 gráður, eða eins og meðal-stofu- liiti. — Þykir þessi niðurstaða stinga nijög í stúf við skoðanir og ályktanir alls þorra manna, sem töldu, að i liáloftunum væri nístingskuldi, og því meiri sem fjær lægi jörðinni. — En við þessar rannsóknir virð- ist koma í ljós að kuldinn sé mestur í 32 km. fjar- lægð frá jörðinni, en svo komi þunnt hitabelti, og í 80 kin. fjarlægð sé aftur kominn 90 6tiga kuldi. Þegar svo komið er 110 km. út í geiminn er loftið orðið mjög notalegt. En skýringuna á þessum hitabreytingum í hiniinhvolfinu hafa menn ekki fundið. Nú byrjar Ljósberinn sitt 26 ár. — Fjórðungur aldar er liðinn síðan 1. tölublaðið kom út. Á þessum nierku tímamótum vil ég þakka öllum vinum blaðs- ins, sem margir hafa lceypt það allt frá byrjun. Margs er að minnaét og margt að þaldca. Guð bið ég launa vinum, sem á þessu 25 ára tímabili hafa á svo marg- víslegan hátt stutt að því að blaðið hefur getað koinið út, því oft hefur verið á brattann að sækja. Ég hef staðið slraum af bjaðinu í 24 ár, en árið 1935 gaf Kristilegt Bókmenntafélag blaðið út. Stefna blaðsins hefur alltaf verið óbreytt, sú, að leiða æsku Islands, sem það liefur náð til, til Drottins Jesú. Krists, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Það er lífshamingja og eilífðarsæla að fylgja honum, en óhamingja og glötun að snúa við honum baki. Margar raddir eru nú uppi með þjóð vorri, sem annað tveggja afueita Jesú eða véfengja bans orð og postula hans. En, ungu vinir, ljáið ekki eyru slíkum falsrödduin. Guðs orð er heilagt. Engu iná þar við bæta og ekkert burt talca. (Opli. 22, 18—19). Svo byrjum við þá árið 1946 í Jesú nafni. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir liðna árið og árin. /. H. JIM JARVIS. Ævintýraleg, næstum ósennileg, er þessi sanna saga um Jim Jarvis, drenginn, sem ótti hvorki foreldra eða heimili. Ilann ólst upp í fátækraliverfum Lund- únaborgar, þar sem þúsundir annarra drengja bjuggu við svipuð lífskjör. Þessi börn götunnar þekktu hvern krók og kima í völundarhúsum stórborgarinnar. Þau áttu í harðri baráttu við hungrið og kuldann. Einn af þeim fáu vinum, sem Jim eignaðist, sagði einhverju sinni við hann: „Veiztu, að sá, sem er að drukkna, kemur þrisvar sinnum upp? En svo sekk- ur hann í djúpið og drukknar. Ég vona það hendi þig ekki“. Og Jim Jarvis var einmitt að drukkna í mannhafi stórborgarinnar, er liann liitti unga lækninn Barnardo. En fundur þeirra liafði mjög mikla þýðingu, eklci aðeins fyrir tvo götudrengi, heldur fyrir öll hin óhamingjusömu börn Lundúnaborgar. Það varð þjóðarsorg í Englandi, þegar dr. Barn- ardo andaðist. Ævi lians er eins og speunandi skáld- saga, lærdómsrík og gleymist aldrei. Það er enginn efi á því, að lesendum Ljósberans mun geðjast vel að þessari sögu, sem nú er í fyrsta skipti þýdd á íslenzku.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.