Ljósberinn - 01.02.1946, Síða 3

Ljósberinn - 01.02.1946, Síða 3
 Wm0 ^esýsífijíS:: Sovfií.böcftutunn <&/'■} Uama ttl tnín có Ucutni'ö Jiíim ftoá e.USi> þui úÖ slíkutn Tjeyrit‘ tóu8&>{kt iU. v - •> , -) >■* i ■ 26. árgangur Reykjavík, febrúar 1946 2. tölublafi NAFN JESU Kæru börn, sem kaupið Ljósberann og lesið liann. Mig langar til að senda ykk- ur nokkur orð um nafnið Jesú, vegna þess að ég hef sjálfur reynt sætleika þess og yndisleika og veit, að það er nafnið, sem hverju nafni er æðra. (Fil. 2, 9—11). Nafnið Jesú er nafnið sem við öll höf- um verið skírð í, (Matt. 28, 18—20; Post. 2, 38—39; Jóh. 17, 6) nafn hins þríeina Guðs, nafnið, sem okkur er ætlað að verða hólpnum fyrir (Post. 4, 12), nafn- ið, sem fyrirgefning syndanna boðast í (Post. 10, 43; Lúk. 24, 47; Sálm. 124, 8), nafnið, sem öll bænheyrsla er tengd við (Jóh. 14, 13; 16, 24). í þessu bless- aða nafni gleðjumst vér, sem trúum, og ausum af því sælu, frið og gleði sem í raun °g veru enginn þekkir nema sá, sem lifir Jesú. Og þess vegna syngjum vér með Davíð: Lofað sé nafnið Drottins héðan 1 frá og að eilífu. Frá sólaruppgöngu og aPt til liennar niðurgöngu sé nafnið Drott- ins vegsamað (Sálm. 113). Og, börn mín, heiðrið þetta nafn, gæt- ið þess að leggja það aldrei við liégóma en geymið það í hjörtum yðar sem hinn dýrasta hlut. Kærar óskir í Jesú nafni. Yðar í Kristi. Kristján A.^Stefánsson Bolungavík. Góða nótt. Ljósin Gutfs, þér Ijúfu stjörnur, lýsiS aftur skært og rótt. Gef þú bljúgu barni þínu, barnavinur, góöa nótt. Vakiö stjörnur! sólin sefur, sofa vil ég líka rótt. Gef mér blíöi, blíöi faöir, barni þínu, góöa nótt. Send mér eitin af englum þínum, yfir mér hann svífi hljótt. Gef þú líka, af miskunn mildur, mömmu og pabba góöa nótt. Faöma aÖ þér alla mœdda, aö þeir geti sofiö nótt. Geföu okliur öllum, öllum, ástarfaöir, góöa nótt. Haldiö vörö þér hýru stjörnur! horfiö til mín milt og rótt. Blunda eg hjá brjósti móöur, blíöu stjörnur. Góöa nótt. B. ].

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.