Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 6
26 LJÓSBERINN Einbúinn og barnið Langt inni í stórum skógi bjó einsetu- maður. Það var dag nokkurn, að kona kom í heimsókn til hans, sem bjó utarlega í skóg- inum og átti hús þar. Hún kom til þess að fá leiðbeiningar hjá honum. „Eg hef misst barnið mitt og manninn minn", sagði konan, „og nú finnst mér, að ég geti ekki lifað lengur". „Þykir þér ekki vænt um neinn?" spurði einbúinn. „Nei", svaraði konan. „Alls engan?" „Nei". „Það er ágætt", sagði einbúinn. „Þá get ég skilið, að þig langi ekki til að lifa. Ég vil ekki halda neina ræðu yfir þér, ef ég gerði það myndi ég segja, að þú skyldir elska annað fólk, því það eru Guðs börn, eins og þú. En hjarta þitt er of forhert, vegna þinnar eigin reynslu, svo þú verður þess vegna að taka út þína hegningu. En hegningin verður væg. Hérna í nágrenninu bjó viðarhöggs- maður. Það sorglega slys vildi til, að dag nokkurn brann húsið hans og hann og kona hans brunnu inni. Engu \lur bjargað nema litla barninu hans, sem var mikið brennt. Það getur ekki gengið og ef til vill getur það aldrei gengið framar. Þessu bárni skaltu hjúkra í þrjá mánuði". Konan horfði reiðilega á hann. „Það er ekki væg hegning", sagði hún, „að eiga að hjúkra veiku barni, sem ef til vill aldrei getur gengið. Eg verð þá að bera það á daginn og vaka yfir því á nóttinni". „Jæja, þú vilt ef til vill ekki taka það?" sagði einbúinn. „Jú, ég tek það, ef þú segir mér að gera það". „Já, þú átt að taka það, og þú átt sjálf að sækja barnið og fara með það heim til þín á morgun". Mánuði seinna barði einbúinn að dyr- um hjá konunni. „Nú, jæja, hvernig gengur þetta, með barnið?" „Það er ekki gott, ég verð alltaf að bera það með mér á daginn og ég hef aldrei svefnfrið á næturnar". Einbúinn leit inn í herbergið, þar sem barnið lá rólegt og hamingjusamt á svip- inn, í góðu rúmi, við hvít og falleg sæng- urlín. Einbúinn kvaddi, og fór aftur út í skógirin. Það leið enn einn mánuður og einbú- inn kom aftur í heimsókn til konunnar. „Hvernig gengur það með barnið?" „Það gengur ekki vel", sagði konan. „Barnið getur ekki gengið ennþá og er aldrei heilbrigt". „Barnið skapar þér mikla erfiðleika, en þú átt aðeins einn mánuð eftir. Þá er hegningunni lokið". Mánuði síðar kom hann aftur. „Jæja, þá er þessu oki aflétt, og nú skal ég taka barnið með mér. Þú skalt klæða það". En konan grúfði sig niður á borðið og brast í grát. „Eg afber ekki að láta það fara frá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.