Ljósberinn - 01.02.1946, Side 7

Ljósberinn - 01.02.1946, Side 7
ljósberinn 27 ftiér. Fæ ég ekki leyfi til að hafa það hjá mér“. »En það er svo erfitt fyrir þig?“ »Ég víl lieldur eyða ollum mínum lífs- kröftum fyrir það“, hrópaði hún. „í Guðs t>afni, leyfðu mér að lialda barninu“. Einbúinn brosti lilýlega og stóð upp. i„Eg vissi það“, sagði bann rólega, ^bjarta þitt var forhert vegna þinnar eig- tn sorgar. Þú Ieiðst og ætlaðist til að beimurínn, sem þú vildir ekkert hafa tneð að gera kæmi til þín og væri þér góður. En heimurinn kemur ekki. Það býðir ekkert að treysta á annara góðsemi, nema að sýna góðíeik sjálfur. Eg skal Segín þér mikinn sannleika, maður getur ekki sýnt öðrum mikla vinsemd, án þess að fara að þykja vænt um liann. Þú lagð- lr mikið á þig fyrir þetta barn, þess vegna elskar þú það“. Einbúinn tók staf sinn og gekk aftur ht í skóginn. En konan settist hjá barn- lnn, hvin horfði á það og augu hennar Ijómuðu af gleði. J. M. K. þýddi lausl. úr norsku. Mann nokkurn, sem var í ineira lagi ófríður, lang- ;"'i mjög til að giftast, en engin stúlka vildi liann. Tók hann þá það ráð, til að gera sig útgengilegri, a’' hann byggði sér stórt hús og vandað. Skömmu eftir ‘>ð húsið var fullsmíðað, stóð hann einn dag úti í 'hrum þess. Gekk þá kunningi hans fram hjá og 1,1 ku þeir tal sainan. „Heldurðu að stúlkurnar gangi nu ekki í gildruna, þegar svona vel er egnt fyrir þ*r?“ spurði húseigandinn. „Jú, það held ég“, svaraði '**nn. „Annars er þetta ágæt hugmynd, sem þú komst barna nieð: húsið er gildran, þú sjálfur agnið og tvenfólkið rotturnar“. — „Jæja, látum svo ve»a“, sagði húseigandi. „En hvernig lízt þér þá á þetta, kunningi?“ — „Ef ég á að vera hreinskilinn við Iug“, svaraði hinn, „þá er álit mitt í stuttu máli það, a'' gildran sé góð, en agnið afleitt". HANNES HAFSTEIN íslands minni Eg elska þig bœði sem möSur og mey, sem mögur og ástfanginn drengur, þú forkunnar tignprúöa, fjallgöfga mey, ég fœ ekki dulizt þess lengur. Þú háa meydrottning, heyr þú mig, af huga og sálu ég elska þig. Sem módir þú hefur mig fóstraö og fœtt og frœtt mig og skemmt mér viö sögur, í anda mér hefir þii eldneista glœtt sem yngismey töfrandi fögur. Ég grátbœni Drottinn dö gefa mér, aö geti ég aftur lmgnast þér. Ég veit ekki, Iwernig mín ást til þín cr, hvaö einkum svo til þín mig dregur, hvort móSirin blíS eSa mœrin í þér á metunum drjúgara vegur. Eg finn aðeins hitt, hvernig hjarta mitt slœr, er hugsa eg til þín, sem ert mér svo kœr. Ég óska þess nœstum, a8 óvinaher þú œttir í liœttu aö verjast, svo ég gœti sýnt þér og sannaö þér, hvort sveinninn þinn þyröi ekki aö berjast. A8 fá þig hrósandi sigri a8 sjá, er sœlasta vonin, sem hjarta mitt á. Ef ver8 eg a8 manni, og veiti þdö sá, sem vald hefir tíöa og þjóöa, aö eitthvaö og megni, sem liö má þér Ijá, þótt lítiö ég hafi aö bjóöa, þá legg eg, cS föngum, mitt líf vi8 þitt mál, hvern ljó8staf, hvern blóödropa, hjarta og sál.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.