Ljósberinn - 01.02.1946, Síða 8

Ljósberinn - 01.02.1946, Síða 8
28 LJÓSBERINN Þríhöfðaði pursinn írskt ævintýri Það var einu sinni fátæk kona, sem hafði fengið á leigu dálitla landspildu hjá ríkum bónda. Hún var ekkja, og átti tvo syni. A þessu landi byggði hún sér lítinn kofa, sem þau gátu öll búið í. Hún vann frá morgni til kvölds, til þess að hafa nóg brauð handa drengjunum sínum. En svo kom að því að drengirn- ir urðu menn, og þurftu að fara að vinna fyrir móður sinni, og þeir vildu, að henni gæti liðið vel í ellinni. En fyrst urðu þeir að fara eitthvað út í heiminn, til þess að vinna sér inn peninga, því annars gátu þeir ekki látið móður sína eiga eins góða daga, eins og þeir vildu. Þá sagði móðir þeirra við Harald. „Þú ert eldri, sonur minn. Það er bezt, að þú farir fyrst. Ég á enn ögn af méli, úr því skal ég baka góða köku handa þér í nesti. En þú verður sjálfur að sækja vatn í deigið í gamla brunninum úti í skóginum; því vatni fylgir heillakraftur fyrir þann, sem fer út í heiminn til að leita gæfu sinnar. Því meira vatn sem fer í köÉúna, því meiri gæfa fylgir þér“. Þá tók Harajdur stærstu krukkuna sem til var, og fór á stað til að sækja vatnið. 'En hann hafði ekki veitt því eftirtekt, að krukkan var sprungin, svo að hún lak, og þegar hann kom heim var lítið vatn eftir í krukkunni. Og þegar móðirin var búin að hella því í deigtrogið, klofnaði krukkan í tvennt. Þá hristi konan höf- uðið áhyggjufull og sagði: „Þetta spáir ekki góðu. Ég er hrædd um, að þú sækir ekki mikla gæfu í þessu ferðalagi“. Svo bakaði hún kökuna, en hún var mjög lítil. „Leggðu svo á stað, í herrans nafni, sonur minn. Mínar beztu óskir fylgi þér“. Haraldur gaf bróður sínum liníf áð- ur en hann fór, og sagði: „Gættu vel að hnífnum. Á meðan blað- ið er skært, eins og það er nú, gengur mér allt vel, en ef það ryðgar, gengur mér illa. Og því meira sem riðið er, því ver gengur mér“. Bróðirinn lofaði að skoða hnífinn á hverjum morgni. Og svo lagði Haraldur á stað út í heiminn, til að leita að gulli og gæfu. Hann gekk í tvo daga án þess að mæta nokkrum manni. Á þriðja degi mætti hann fjárhirði, sem sat yfir fjár- hóp. „Hver á þetta fé?“ spurði Haraldur. „Þursinn á það“, sagði hirðirinn. „Hver er þessi þursi?“ „Þurstinn er að hálfu leyti risi, og að hálfu dýr. Hann er þríhöfðaður. Og liann liefur stolið dóttur konungsins í Skot- landi. Hann hefur hana í böndum, og liann pínir hana og kvelur. Hann gerir hvað sem hann vill, og býður veröldinni byrginn“. „Er liann kannske einn af þeim ódauð- legu?“ spurði ungi maðurinn. „Nei! Það er sagt, að hann muni ein- t

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.