Ljósberinn - 01.02.1946, Page 9

Ljósberinn - 01.02.1946, Page 9
LJÓSBERINN 29 hverntíma falla fyrir mennskum manni. En ég býst við, að sá sem á að fella hann, sé ekki fæddur enn“. „Ekki er að vita nema liann sé fædd- ur“, sagði Haraldur, og fékk sterka löng- un til að reyna að fella þursann. „Hvar get ég fundið hann?“ „Þú skalt bara lialda áfram í sömu átt, bara beint áfram. En varaðu þig á dýrunum, sem þú sérð á leið þinni. Það eru dýr, sem enginn núlifandi maður þekkir“. Ungi maðurinn gekk lengra og lengra, og þegar liann hafði gengið langa leið, fóru að mæta honum dýr, eða öllu lield- ur ófreskjur, sem ekki líktust neinum dýrum, sem Haraldur hafði séð. Þau voru öll með tvo hausa, og á hverjum haus voru fjögur horn. Þau voru hræðileg, og Haraldur varð svo hræddur, að hann hljóp svo hart sem liann gat, til að forð- ast dýrin. Þau voru stirð, og seinni að hlaupa en Haraldur. Þegar hann liafði hlaupið lengi, sá liann höll mikla l'ram undan, og poi-thurðin stóð opin upp á gátt. Hann fór þar inn, og þar sá liann ganila konu, sem var að verma sig við svarðareld. Hann gekk til hennar og spyr hvort liann geti fengið næturgistingu, hann sé ákaflega þreyttur, því hann liafi gengið svo langa leið. Konan leit á liann og drap titlinga og segir: „Gistingu geturðu fengið, en hér er ekki heppilegur griðastaður, því höllina o risi, sem er bæði risi og dýr. Hann hef- Ur þrjá hausa, og hann lilífir engum mennskum manni, sem kemur í lians nálægð“. Nú varð Haraldur svo hræddur, að hann hafði mesta löngun til að hlaupa sína leið, en þá mundi liann eftir liræði- legu dýrunum á leiðinni, og hann þorði ekki að eiga það á hættu, hvort liann gæti ldaupið á undan þeim, eins og liann var nú þreyttur. Hann bað nú gömlu kon- una að fela sig á góðum stað. Hann von- aði, að með morgninum, þegar birti af degi, gæti hann fundið ráð til að forða sér. En nú, þegar myrkur væri, gæti liann ekki forðast dýrin. Og konan faldi hann. Hann var ekki búinn að vera lengi á þessum felustað, þegar hann heyrði, að risinn kom lieim. Hann heyrði að liann þefaði í allar áttir, og svo lirópaði liann með voðalegri raust: Mannaþofur, maður í nauð, af beinum lians bý ég til brauð. Ef hann lifir, skal hann deyja. Gott er að fá bein hans í brauð. gpsRi^ ■ „Þétta segir liann ævinlega, þegar liann finnur mannaþef. Ekki get ég gert að því, þó liann vanti beinamjöl í brauð“, sagði konan og grét. „Hvað segir þú, gamla norn?“ öskr- aði risinn. „Ég var bara að tala við sjálfa mig, strangi herra“. „Þú átt að tala við mig en ekki við sjálfa þig. Hvar er maðurinn?“ Skjálfandi af hræðslu benti hún á felu- staðinn, og risinri dró unga manninn fram. „Það er ákveðið, að ég eti þig“, sagði risinn. En fyrst verð ég að leggja fyrir þig þrjár spurningar. Ef þú getur svar- að þeim öllum rétt, verð ég að gefa þér líf, hvort sem mér er það ljúft eða leitt“. „Spurðu“, sagði Haraldur, og þetta gaf honum ofurlitla von um líf. Þá spurði fyrsta höfuð risans:

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.