Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 10
30 LJÓSBERINN „Því minna og mjórra, því hættulegra, hvað er það?“ Það vissi Haraldur ekki. Þá spurði annað höfuðið: „Einn hlutur, án uppliafs og enda, og án upp eða niður, hvað er það?“ Haraldur vissi það heldur ekki. Hann var svo hræddur, að þó að gáturnar hefðu verið enn auðveldari, hefði liann ekki liaft rænu til að hugsa um svarið. Svo spurði þriðja höfuðið: „Dautt ber lifandi. Hvað er það?“ Þessu gat heldur ekki liinn óhamingju- sami ungi maður svarað. Þá sótt riisinn kylfu, sem hann sló í höfuð unga mannsins, sem á sömu stundu varð að steinsúlu. Þennan sama morgun, þegar yngri bróðirinn, Ali, athugaði hnífinn, sá hann, sér til mikillar hryggðar, að blaðið, sem var spegilfagurt áður, var nú kolryðgað. Þá sagði hann við móður sína, að nú væri tími hans kominn til að fara. Og hún sagði, eins og við eldx-i bróðiiúnn, að hann skyldi fara og sækja valn í brunninn í skóginum, svo skyldi hún baka köku lianda honum í nestið. „En taktu svo mikið vatn sem þú get- ur, því að það vatn liefur heillarík álirif. Ali fór nú að leita að nógu stóru íláti í hinum fátæklega kofa, en hann fann ekkert annað en gamla krukku, sem var lielmingi minni en sú, sem Haraldur sótti vatnið í. Hann tók hana og fór með hana í brunninn, og fyllti hana á barma, og gekk svo heim á leið. Þegar hann var kominn nokkuð á leið, heyrði hann mikinn þyt yfir höfði sér. Hann leit upp í loftið og sá hóp af hröfn- um, og þeir görguðu, og lxonum lieyi'ð- ist liann skilja orð í gargi þeirra. „Líttu niður — líttu niður — líttu niður“. Hann leit niður á jörðina, og sá að hún var vot við fætur hans. Það var af vatni, sem lak mn lítið gat á botninum á krukkunni. Þá staðnæmdist hann, tók leir og hnoð- aði deig úr honum og tróð í gatið. Þegar liann kom heim, var krukkan aðens hálf af vatni. En móðir lians gat þó bakað helmingi stáeri'i köku en Haraldur fékk, og hafði hún þó helmingi minna mjöl. „Það er góðs viti“, sagði hún. „Fai'ðu nú á stað og beztu óskir mínar fylgi þér“. Ali fór þá af stað. Og liann gekk þang- að til hann var orðinn svangur. Þá settist hann á þúfu, og ætlaði að fai-a að borða af kökunni. Þá kom til hans fátæk kona, og bað liann að gefa sér svolítinn bita, hún væri svöng. „Sjálfsagt“, sagði hann, skar kökuna sundur og gaf henni stærri pai'tinn. „Ég vil borga þér kökuna með tveim gjöfum“, sagði konan, — sem var seið- kona, en ein af þeim betri seiðkonum. — „Eigðu þennan staf, og notaðu hann, þegar þér í'íður mest á“. „Hvenær ríður mér mest á að nota hann?“ spurði Ali. „Það vei'ður þú að finna sjálfur út“, sagði konan. „Onnur gjöf mín eru þrjú orð: brú, kúla, skip“. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Ali undr- andi, en konan var þá horfin, og liann vai'ð að halda áfram. Og liann gekk og gekk, þangað til hann hitti fjárliirðinn. „Hver á þetta fé?“ „Það á i'isinn“. „Hver er þessi i'isi?“

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.