Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 11
EjÓSBERINN 31 Þá sagði fjárhirðirinn somu söguna og nann hafði sagt Haraldi. Og þá fékk AÍí einnig óstöðvandi löngun til að reyna krafta síná við risann, og frelsa prins- essuna. „Varaðu þig á dýrunum", sagði hirð- irinn. „Þau hræðist ég ekki", sagði Ali. „Þú sagðir áðan, að risinn væri dauðlegur?" „Það er hann. Hann mun einhvern- tuna falla fyrir mennskum manni. En sa maður, sem á að drepa hann, er víst ekki fæddur enn". ." „Hver veit?" sagði Ali. Og svo hélt hann áfram. Þá kom hann þangað, sem hin hræðilegu dýr héldu sig. Já, hræði- leg voru þau. En hann sneri ekki aftur, °g hann fór ekki að hlaupa til að forðast þau, heldur gekk hann beint inn í hóp- 1Qn. En þegar þau gerðust nokkuð nær- göngul og honum vsýndist þau ætla að fáðast á sig, sló hann til þeirra með seiðstafnum. Á sama augabragði hopuðu þaú" til baka, fyrst hægt og hikandi, svo róru þau að hlaupa, og þegar hann sá þau síðast, voru þau á hröðum flótta. - Svo hélt hann áfram að höll risans, barði þar að dyrum og var hleypt inn. Gamla konan, sem hleypti honum inn, sagði honum, hvað hræðilegur risinn væri. „Hefur þú ekki orðið þess vör, að bróðir minn hafi komið hér?"'spurði Ali. »Jú! Hann hefur komið hér, og ris- 11111 hefur breytt honum í steinsúlu, og Þegar hann hefur staðið nógu lengi, 'tek- Ur risinn hann og mylur hann í mél, og svo bakar hann brauð úr steina- og beina- mjöli", „Já, við skulum nú sjá, hvér hiuliriri verður", sagði Ali. Þá heyrði Ali að risinn var að koma. Og hann heyrði hann muldra á einkenni- legu tröllamáli: „Hér er lykt af mannabeinum. Þau skal ég taka og mylja í mél, og baka brauð úr og éta. Brauð ¦— brauð", margstagh aði hann. Svo sjí hann unga manninn og lagði fyrir hann hinar þrjár spúrningar; „Hvað er það, sem er hættulegast þegar það er minnst og mjóst?" Ali vissi það ekki. En til allrar gæfu datt honum nú í hug orðin þrjú, sem seiðkonan gaf honum. Það er bezt að reyna þau. Hann svaraði því hiklaust: „Það er brú yfir straumhart vatn". Það var fyrsta höfuðið, sem spurði, og nú seig það niður á öxl risans. Þá segir annað höfuðið: „Hvað er án upphafs og enda, og án upp eða niður?" „Kúla". Þá seig annað höfuðið, en það þriðja spurði: „Dautt ber lifandi, hvað er það?" „Það er skip". Þá seig þriðja og síðasta höfuðið, því nú vissi risinn að vald hans var á enda. Ali tók þá öxi og hjó fyrsta höfuðið af — svo annað og seinast það þriðja. Þegar hann hjó fyrsta höfuðið af, sagði það: „Bara að ég hefði verið búinn að eta prinsessuna". Þegar hann hjó annað höfuðið af, sagði það: „Og allar hirðmeyjarnar hennar, hverja einustu". Og þriðja höfuðið öskraði: „Hefði ég vitað þetta, hefði ég malað bróðir þinn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.