Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 33 W. BURTON: Jifr JatHU Saga frá London Jim virti þetta allt fyrir sér með liinni meatu lotningu. Allt var þetta svo furðu- legt. En furðulegust af öllu var þó kon- an, sem stóð við eldavélina og hitaði te- vatn handa honum. „Hvers vegna horfir þú svona á mig?" spurði Jane. . „Mamma sagði að þú værir falleg". „Nú", sagði Jane hlæjandi. „En þú ert ekki á sama máli?" „Jú-ú!" Jim dró seiminn. „En ég hélt ekki að þú værir orðin gráhærð. Ég hélt þú værir ennþá ung". „Já, þú hélzt það. En ég skal segja þér, að ég var um það bil fullorðin, þegar móðir þín var lítil stúlka. Hún hændist ákaflega mikið að mér, og þar s,em hún var svo fögur og elskuleg, þótti mér vænt um hana. Það var reglulega sorglegt, að það skyldi fara svona fyrir henni. En þú skalt ekki hugsa mikið um það, dreng- vu* minn. Nú kemur Anthony rétt bráð- um. Tevatnið er tilbúið. Eg legg á borð hérna við eldhúsborðið. „Hvers konar maður er Anthony?" „Anthony er vinur sonar míns. Þeir sigldu saman í mörg ár. Það er Anthony, sem gaf mér páfagaukinn, það er því ekki undarlegt, þó að hann þekkti hann aftur". „Er þessi mynd þarna af syni þínum?" „Ja . „Hvar er hann nú?" „Hann drukknaði fyrir fimm árum". Jim þagnaði. Hann skildi vel, að Jane bar þungan harm í brjósti. Hitinn frá eldavélinni gerði hann máttlausan. En hve það var dásamlegt að mega sitja í friði án þess að þurfa að ^ttast að lög- regluþjónn reki mann í burtu. Og hversu undarlegt var það ekki, að það Var vissu- lega til kona, sem vildi hita fyrir hann tevatn. Það var eitt, sem angraði hann. Það voru þessar venjulegu áhyggjur um svefnstað yfir nóttina. En hin ástúðlega Jane frænka mundi sjálfsagt ráða fram úr_því vandamáli. Ef til vill gerði Ant- hony það. Hann hafði nú allt aðra skoð- un á Anthony en í fyrstu. Nú var hann alls ekki hræddur við hann lengur. Það var í raun og veru mjög eðlilegt, að Ant- hony hugðist veita honum væna ráðn- ingu, úr því hann hélt hann hefði stolið páfagauknum. Jim komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði hegðað sér alveg nákvæmlega eins og Anthony, ef hann hefði verið í hans sporum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.