Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 16
36 LJÓSBERINN því að lána hann. Þið eruð viðfelldið fólk, sem ég vil gjarnan gera greiða. Notið hann bara. Ég hef alltaf sagt, að við fátækl- ingarnir eigum að standa saman". Og er hann hafði þetta mælt, fór hann. En örfáum augnablikum seinna stakk hann höfðinu inn fyrir dyrnar. „En — það kostar auðvitað eitthvað að fá skúrinn lánaðan. Hérna — drengur- inn getur snúist fyrir mig einstöku sinn- um, þá jafnar þetta sig". „Hann er ágætur, sá gamli", sagði Ant- hony hlæjandi, þegar umboðsmaðurinn var farinn. „En Skoti er hann í húð og hár. Það er bezt að við byrjum strax á því að hreinsa skúrinn, áður en hann gengur á bak orða sinna". Þetta var sú skemmtílegasta vinna, er Jim hafði í langan tíma unnið við. Þeir mokuðu út úr skúrnum óhemju af skít og óhreinindum. Þeir þvoðu og skrúbb- uðu, negldu og söguðu, og krakkarnir í hverfinu streymdu til þeirra í stórum hópum. Umboðsmaðurinn aðstoðaði þá dálítið sjálfur, en á meðan sagði hanri þeim frá sínum hamingjusömu bernsku- dögiim í Edinborg. Það var hann, sem kom með rúm fyrir Jim, gamlan kassa. „Þú átt auðvitað ekki að eiga hann. Eg tek hann aftur. En við fátæklingarnir, við eigum að styðja hvern annan, annars komumst við ekkert áfram". Nokkrir gamlir pokar og dálítið af við- arull var látið nægja fyrir undirsæng. Jane kom með gamalt teppi, sem var að vísu slitið og götótt, en það var samt sem áður kærkomið. Anthony var reglulega í essinu sínu. Hann negldi saman borð úr gömlum fjöl- um og lofaði að koma með gamlan stól daginn eftir. Jim taiaði ekki margt, en hann var svo hamingjusamur, að hann vissi ekki hvort hann átti heldur að hlæja eða gráta. Bara Rob væri hérna, hann yrði að finna hann á morgun. Með göml- um dagblöðum fægði hann litlu rúðurn- ar, unz þær urðu spegilfagrar. Hann sá í huganum, hversfc vel honum liði, þegar tímar liðu fram. Myndir áttu að skreyta veggina og ef til vill eignaðist hann bóka- hillu eins og Jane. Hann gleymdi því al- veg, að hann var ekki læs. Aðeins að hann fengi nú að vera hér í friði. Hann ætlaði að vinna sér inn peninga með því' að selja eldsptýur á götunum eins og Robert. Ef til vill yrði hann svo heppinn, að hann fengi einhverja atvinnu. Þá eignaðist hann betri föt. Síðan gengi hann í skóla, sem haldinn var af góðu fólki fyrir fá- tæk börn í Stephney. Og ef til vill heim- sækti hann einhver. Hann sá sjálfan sig standa við dyrnar og segja: „Gerið svo vel að koma inn". „Jæja, Jim, þú mátt ekki nudda gler- ið upp til agna", sagði Anthony hlæjandi. „Nei, en hér á nú að verða fínt". „Það verður það líka. En nú er orðið svo liðið, að við verðum að hætta í kvöld. Við höldum áfram á morgun". Jim vildi helzt ekki hætta, þar sem verkið gekk svona vel. En aftur á móti yrði það nú skemmtilegt að hátta í sitt eigið rúm. Það mundi ekki verða leiðin- legt að geta sagt Rob frá þessu öllu á morgun. Þegar hann klukkustund seinna hafði bpðið Jane og Anthony góða nótt og stóð fyrir utan húsið sitt, virtist honum dag- ur þessi vera sá hamingjuríkasti, er hann hafði lifað. Hann stóð góða stund fyrir

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.