Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 17
 LJÓSBERINN utan skúrinn. Á slíku kvöldi var ekki hægt að ganga strax til náða. Það heyrðist þrusk frá sorpílátunum. Rotturnar voru á stjái, en Jim sinnti því engu. Hann hafði svo að segja alizt upp með rottunum. Frá sorpinu lagði megn- an ýldudaun, sem blandaðist reykjar- mekkinum, er stöðugt hyílir yfir London. Jim horfði upp eftir húshliðunum. Víða voru rúður brotnar og dagblöð eða tuskur troðið upp í götin. Jane geispaði og gekk inn í kanínuskúrinn. I kvöld yar hann ánægður með tilveruna. Jim lœrir að búa til blóm og vinnur ......*--¦ sér inn peninga. Jane Hollister hafði gengið í einn af beztu skólunum í Stratford-on-Avons og atti þar hamingjusöm æskuár. En nokkru áður en hún átti að taka burtfararprófið, varð faðir hennar, sem var málaflutnings- maður, gjaldþrota. Fjölskyldan neyddist til þess algjörlega eignalaus að flytja til London. Hér giftist hún duglegum tré- smið og lífið virtist brosa við henni. En einn góðan veðurdag varð slys á vinnu- staðnum, þar sem maður hennar vann, °g hann var fluttur heim meðvitundar- taus. Hann lifði við mestu þrautir í eitt ár. Eftir dauða hans barðist Jane Hollist- er í bökkum. Alltaf færðist hún nær fá- tækrahverfinu í london. Og nú lifði hún á því að selja blóm á tröppum stærstu kirkjunnar í London, St. Pauls-kirkju. Auk körfu með fjólum í, bar hún jafn- an körfu, sem í voru tilbúin blóm. Allar 37 frístundir hennar fóru í það að búa þessi blóm til. En blómin öfluðu henni það mikilla tekna, að hún gat ekki aðeins greitt húsaleiguna, heldur lifað slíku lífi, að hún leið engan verulegan skort. Hún var vel liðin og virt af öllum í hverfinu. Ævinlega átti hún til huggunarorð, ef þess þurfti með, og hún var boðin og búin til þess að hjálpa þeim, er bágt áttu. Hún áleit að koma Jims væri gjöf til sín frá forsjóninni. Nú var hún ekki leng- ur ein á kvöldum. Hún kenndi honum að búa til blóm. I fyrstu fékk hann að- eins að vefja grænan pappír utan um mjóan járnvír, en síðar bjó hann til blöð. Tilsögn hennar var eins og dálítið náms- skeið í grasafræði. Hún útskýrði fyrir honum blöð og blómskipanir jurtanna. Hver jurt hafði sín einkenni. Jim var upp með sér af þessu starfi. Og Jane tók eftir því, sér til stórrar gleði, að hann var mjög laginn í höndunum og námsfús. Að mánuði liðnum vann hann af hinu mesta kappi með Jane. Litla herbergið líktist stundum einna mest dálitlu gróðurhúsi, þar sem gaf að líta rósir í öllum litum og margar tegundir af mjög fögrum blóm- um. Nú eignaðist Jim vinnugleði, og hann fann til hreykni og sjálfsálits, þegar hann uppgötvaði, að hann gat borið vinnu- afköst sín saman við afköst Janes. Götulífið hafði sett mark sitt á Jim. Þegar illa gekk að afla fæðu, hafði hann stundum orðið að hnupla sér matarbita, þar sem færi gafst, ef hann átti ekki að leggjast hungraður til svefns. Dag nokkurn, þegar skortur haf ði verið á litla heimilinu undanfarið, kom Jim ljómandi af gleði upp til Jane. „Líttu á það, sem ég hef náð í".

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.