Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 18
38 LJÓSBERINN 4ðM4 til BtMj^úiaÆ l«m U3 «ií-jv Bíi4fl«liI;uBiWr;rfi!-S> e ."<.--. IU,.<. Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár- gangurinn köstar 10 krónur. — Gjalddagi er 15 apríl. Sölulaun eru 15% af 5—11 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: LJÓSBERINN, Pósthólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastr. 27. Úr öðrum vasa sínum dró hann nokkr- ar pylsur, og úr hinum lítið brauð. „Hvar hefur þú keypt þetta allt?" spurði Jane. „O, ég hnuplaði því niðri í Lime- house". Jane fórnaði höndum. „Hvað segirðu, drengur?" Jim rak upp stór augu. Hvers vegna gladdist ekki Jane yfir þessum góða mat? Honum sárnaði að sjá hryggð í brúnu augunum hénnar. Með fálmandi hönd- um fór hann að troða pylsunum aftur í vasann. Jane gekk til hans og sagði án minnstu reiði: „Nú skulum við vefja brauðinu og pylsunum innan í hreinan pappír, og síð- an förum við niður í Limehouse og höf- um upp á staðnum, þar sem þú tókst þetta. Eg skal segja þér að maturinn er miklu lystugri, þegar við höfum borgað hann, og ég á svo mikla' peninga, að við getum greitt þetta". Á hverjum morgni hjálpaði Jim Jane að bera blómakörfurnar til St. Pauls- kirkju, en það var löng leið. Það var EINARGÍSLASON FÆDDUR 9. APRÍL 1925 DÁINN 25. OKTÓBER 1945 Aðeins 20 ára var þessi ungi vinur burtkallaður. Hann fór glaður að heiman frá sér 25. okt. síðastlið- inn á rjúpnaveiðar. En mun hafa hrasað, því bleytu- snjór var á jörðu og því sleypt mjög. Á öðrum degi fannst hann örendur. Hafði skotið hlaupið úr byss- unni og lent hægra megin undir herðablaðið og út um brjóstið. Einar var fæddur á Brekkuborg í Breiðdal 9. apríl 1925. Voru foreldrar hans Jóhanna Jónsdóttir og Gísli Stefánsson, sem þar hafa búið um langt skeið. Er nú þungur harmur kveðinn að ástvinum hans. Ljósberinn á hér á bak að sjá einum af sínum trú- föstustu vinum. Einar sál. unni honum og las hann meðan hann var barn, en hann hélt tryggð við blaðið og vildi ekki missa það, þó fullorðinsárin færðust yfir hann. I fjarlægð sinna jarðnesku vina háði hann sitt dauðastríð, en við erum þess fullviss, að vinurinn bezti, Drottinn Jesús Krislur, hefur látið- engla sína flytja sál hans heim á friðarins og sælunnar land. Blessuð sé minning hans. J. H. ágæt gönguferð. En þau þurftu ekki að leggja snemma af stað, því mesta salan var ekki fyrr en líða tók á daginn. Framh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.