Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 39 Fyrir rúmum tuttugu árum — í marz 1925 — tóku sig til nokkrir ungir menn hér í bæ, undir forustu RíkharSar Jóns- sonar listamanns, og hlóðu upp snjó á Lækjartorgi og mótuðu í hann sjómann 1 sjóklæðum, standandi í stafni róðrar- báts, sem líka var búinn til úr snjó. Var þetta gert til þess að minna vegfarend- ur á að leggja fé í samskotabauk einn mikinn, sem stóð hjá snjó-sjómannin- um. Fyrir samskotum þessum stóð Slysa- varnafélag íslands til bjálpar bágstödd- um ættingjum sjómanna þeirra, sem fór- ust í ofviðrinu mikla, sem geysaði í febr- úarmánuði á undan. Þetta bar góðan ár- angur á meðan þess naut við. En nótt- ina og daginn eftir kom þíðviðri, svo snjómaðurinn bráðnaði næstum jafnskjótt og hann var kominn upp. Ymsir tóku myndir af honum, til þess að varðveita liann frá algerri glötun og hér sjáið þið eina þeirra.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.