Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 20
 SyéimerkurfSrifi J SA6AÍMYNDUM eftir HENRYKSIENÍCFEWICZ Stasjo syrgði Linde innilega. Síð'an jarðsettu þeir Kali hann í helliskúta einum í nágrenninu og hyrgðu opið ineð' þyrnuni og steimim. Stasjo tók Nasibú litla með sér, en skipaði Kali að gæta hirgðanna og kveikja stórt bál á næturnar hjá hinum bvefnsjúku. S.jálfur fór hann með sekkina og skotfærin til bústaðar þeirra. Þetta var dýrmæt og nauðsynlcg viðbót við hans fátæklegu birgðir. Hann tók púðrið úr skothylkjunum og fór að búa sig undir aö sprengja klettinn, sem lokaði fílinn ofan í gjánni. Sem betur fór fór Nel dagbatnandi af kínin- skömmtunum og hinni breyttu fæðu. Nokkrum sinnum dag hvern reið Stasjo yfir í tjaldstað Lindes, en það liðu tíu dagar áður en hann var búinn að flytja með sér þá hluti, sem hann ætlaði að hafa með sér, ásainl hestunum. Hann varð þó að skilja þar margt eftir. Á meðan höfðu margir hinna sofandi negra í tjald- búðum Lindes dáið. Nokkrir flúðu í dauðastríðinu út i skóg og komu ekki aftur, aðrir sofnuðu hljóðlega út af. Kali xarð að grafa þá. Að hálfum mánuði liðn- um var að'eins einn eflir, en Ieið svo allt í einu út af í svefni og þreytu. Loksins kom að þeim tíma, þegar sprengja átti bjargið' og frelsa King (konung), eins og börnin höfðu skírt fílínn. Fillinn var þegar orðinn svo þægur, að' hann hlýddi Stasjo, þegar hann skipaði honum að lyfta sér upp á bakið með rananum. Þau vöndu hann líka á að bera byrðar, sem Kali var upp á hann í bambusstiga. Nel Iiélt því fram, að allt of mikið væri á hann lagt, en í rauhinni munað'i hann ekki meira um það en að bera flug'u. Saba og King voru orðnir beztu vinir og vin- átta þeirra stóðst hverja raun eins og síðar kom í Ijós.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.